Geislaspilarinn minn er farinn er verða svo leiðinlegur og neitar oft að spila diska… lætur bara eins og það sé enginn diskur í græjunum. Fyrst hélt ég að þetta væri bara með skrifaða diska því hann er svo gamall, en nú er hann farinn að gera þetta við fleiri, m.a.s. glænýja :( Ég fékk hann þegar ég fermdist sem var árið 1997, hehehe s.s. 6 ára :o$ þetta eru svona AIWA 3 cd græjur. Spurning mín er: Er e-ð sem ykkur dettur í hug að sé hægt að gera, t.d. að kaupa hreinsidisk og setja í spilarann eða hvað? Eða er bara komið mál að fá sér nýjar græjur?