Við erum hérna nokkrir félagarnir sem höfum mikinn áhuga á Lúdó, hittumst reglulega svona þrisvar sinnum í viku og spilum þá Lúdó eins og brjálæðingar. Við höfum eignað lífi okkar þessari göfugu íþrótt, og þegar við komumst að því að það væri skákáhugamál, en ekkert Lúdó, þá urðum við öskureiðir!

Á www.hugi.is/ludo væri hægt að tala um mismunandi leikaðferðir, ýmis brögð í teningakast, bestu lúdóspilin, unga og upprennandi spilara og svo að sjálfsögðu verður haldið árlegt Íslandsmeistaramót þar sem keppnin verður jafnhörð og dönsk skorpulifur!<br><br>Vits er þörf
þeim er víða ratar;
dælt er heima hvað.
Að augabragði verður
sá er ekki kann
og með snotrum situr.

<i>Hávamál</i