Jæja nú ætla ég að pósta hérna aftur tillögu af S1 áhugamáli. 
Hugmyndin er þá að hafa bara eitt áhugamál fyrir alla þættina. Og þá getur fólk skipst á skoðunum um uppáhaldsþættina sína, um leikarana og komandi þætti. 
Ekki má gleyma að á S1 er fullt af Íslenskum þáttum og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. 
Ég held að S1-áhugamálið eigi eftir að verða lifandi og gott áhugamál því að það nær yfir svo marga skemmtilega þætti. 
Sumir kynnu að segja: “af hverju ekki bara að nota yfiráhugamálið sjónvarpsefni” svarið er auðséð. Við þurfum okkar eigið. Það flæðir svo mikið að greinum af hinum ýmsu áhugamálum í gegnum Sjónvarpsefni dag hvern að við hefðum ekki pláss fyrir okkar. Svo viljum við líka hafa “okkar herbergi”. ;)
Þeir sem hafa áhuga á því að gert yrði áhugamál fyrir Skjá Einn mega svara þessum pósti og ég læt þá á listann eða senda mér skilaboð. Nú þegar hafa nokkrir haft samband. 
Endilega sýnið viðbrögð.