Ég er nemandi og er orðinn mjög vonlaus að hægt verði að bjarga önninni minni.<p>

En mér finnst að kennarar geti að miklu leiti kennt sjálfum sér um. Þeir hafa farið í verkföll og alltaf gefist upp og samið af sér. Nú er bara beðið fram að þessari frægu sjöttu viku, þegar kennarar gefast upp. En því miður þá held ég að kennarar gefist ekki upp núna. Ef þeir fá ekki það sem þeir krefjast þá mun mikill hluti þeirra hætta störfum.<p>


Þeir geta nú líka kennt sér um að álit á þeim er ekki mikið. Hér fyrr á árum var þessi stétt með þeim virtustu hér á landi. Kennarar hafa klikkað á því að auglýsa hversu hæft það er og hversu hámenntað það er. Almenningsálitið á kennurum er það lítið að það vorkennir þeim enginn. Fólk telur kennara bara vera fólk sem nennir ekki að vinna erfiða eða kröfuharða vinnu heldur kjósa sér þægilegt hálfs dags starf sem telst 100%.<p>


Já ég er svekktur mjög yfir þessu verkfalli en ég mundi styðja kennarana fullum fetum ef önnin mín væri ekki í húfi.<p>

Ég verð að sætta mig við það að vera fórnarlamb fyrir framtíðina.

Og ekki má gleyma einum skandal:<p>

Ég var að skoða Moggann í morgun og rakst á aulýsingu frá kennurum. Samkvæmt minni þekkingu (frá þessu sömu kennurum) þá er menntun skrifuð með tveim n-um. Í auglýsingunni stendur „Ment er máttur.“ Ég spyr er þetta ekki stafsetningarvilla? Ef svo er hvað eru kennarar að hugsa? Heimta launahækkun og kunna svo ekki að stafsetja. (Ég ætla að vona að þetta sé bara einhver gamaldags ritháttur, svona fyrir hönd kennara.)<p>


Þetta er náttúrulega fáránlegur skandall.