Maður hefur verið að pæla mikið um samfélagið og heiminn sem við lifum í. Það er alltaf vandamál á Íslandi að hef einhver er með góða hugmynd sem þarf að komast í framkvæmd, þá er alltaf einhver sem kemur með þessa sígildu spurningu “Hver á að borga brúsann”. Það er eins og fólk vilji gjarnan vera með í einhveri nýsköpun ef það þurfi ekki sjálft að eyða krónu í það. Þar er ekki tilviljun að Ísland skuli ekki vera framar í viðskiptum og öðrum málum þegar einhverjir íhaldsamir og forsjárhyggjufífl vilja aldrei taka minnstu áhættu til að við getum búið í betra efnahagslegu ríki.

Svo er það furðulegt hvernig ísland er auglýst fyrir ferðamenn. Það er alltaf að verið að auglýsa einhverja hesta og hvalaskoðunarferðir, eins og við íslendingar séum svo frumstæðir að við ríðum hestum til vinnu og borðum hvali! enginn furða að fólk annar staðar í heiminum haldi að við séum eins og færeyingar eða grænlendingar. Svo er alltaf verið að fá sama hóp af ferðamönnum til Íslands, TÚRISTA! vegna þess að þeir týpísku túristar með stóru bakpokanna, eru eina heilvita fólkið sem gæti dottið í hug að koma til Íslands! Hvað með allt hitt fólkið? hvað geta þeir upplifað fyrir utan allar hvalaskoðunarferðinar og fermannastaðina? Hvað er í boði fyrir venjulegt fólk til að koma til Íslands? EKKERT!

Kannski er það svo góð auglýsing að markaðsetja Ísland sem litla fallega landið! Svo er annað merkilegt sem mér kemur til hugar, það er þegar maður er að koma til Íslands úr sumarfríi eða einhverju, það segir alltaf ein flugfreyjan “Við viljum þakka ykkur fyrir að hafa valið Flugleiði”, er ekki allt í lagi? ÞAÐ ER BARA EITT FLUGFÉLAG Á ÍSLANDI SEM FLÝGUR TIL ÚTLANDA!!! Stundum langar mér að henda einhverju í flugfreyjuna. Eins og maður hefði geta valið á milli flugfélaga þegar maður ætlar til útlanda! Kannski hefði maður átt að hefna sín á flugfélaginu með að stela öllum koddunum og heyrnartólunum! samt ekki slæm hugmynd.

En það sem ég er að segja er að þar er aldrei neinar stórframkvæmdir gerðar á Íslandi, nema það sé álver eða einhver göng. Og vandamálið byrjar yfirleitt með ósanngjarni gangrýni og spurningi eins og “hver á að borga brúsann”. Og Ísland verður aldrei meira en einhver smáþjóð í norður Atlandshafi, ef ríkið er ekki tilbúið að eyða meira fjármagni til nýsköpunar!