Þeir sem eru orðnir örlítið rosknir í tölvuheiminum gætu munað eftir leik sem kallast Dragons Lair og kom upprunanlega út í spilakassa og var keyrður af Laserdisk. Svo kom hann út á t.d. Amiga vélinni og setti ný met í disklingaskiptum, enda var hann á um 10 disklingum. Á sínum tíma var þessi leikur einhver sá flottasti sem til var í grafíkdeildinni, og einhver sá leiðinlegasti í skemmtanagildi enda var hann mjög erfiður og einhæfur, en menn þraukuðu hann út bara til að sjá grafíkina. Síðar kom út leikur sem kallaðist Space Ace og var nær alveg eins, nema að sagan var önnur. <p>
Báðir þessir leikir voru hannaðir af <a href="http://us.imdb.com/Name?Bluth, Don“>Don Bluth</a> sem síðar fór út í gerð teiknimynda í fullri lengd og eru þau verk flestum kunn þótt nafnið sé ekki endilega mjög frægt. Myndir eins og An American Tail, The Land before time, Anastasia og myndin sem margir bíða eftir í dag, Titan A.E.<p>
Núna er verið að vinna <a href=”http://209.198.154.16/dragonslair-e/products/welcome.asp?id=“>nýja útgáfu</a> af Dragons Lair og hafa verið birt <a href=”http://209.198.154.16/dragonslair-e/products/screenshots.asp?id=">skjáskot</a> af þeirri útgáfu og vonandi verður þetta skemtilegri leikur en sá upprunanlegi, hann virðist í að minnsta vera fallegri.
JReykdal