Sagt er að Albert Einstein hafi sett fram þessa gátu:

Fimm hús í fimm mismunandi litum standa í röð frá vinstri til hægri. Í hverju húsi býr maður af ákveðnu þjóðerni, engir tveir af því sama. Íbúarnir fimm drekka ákveðinn drykk, reykja ákveðna vindlategund og hafa ákveðið gæludýr. Engir tveir þeirra drekka sama drykkinn, reykja sömu vindlategund eða halda sama gæludýrið. Aðrar upplýsingar:
1. Bretinn býr í rauða húsinu.
2. Svíinn hefur hunda sem gæludýr.
3. Daninn drekkur te.
4. Græna húsið er næsta hús vinstra megin við það hvíta.
5. Íbúi græna hússins drekkur kaffi.
6. Sá sem reykir Pall Mall heldur fugla.
7. Íbúi gula hússins reykir Dunhill.
8. Íbúi hússins í miðjunni drekkur mjólk.
9. Norðmaðurinn býr í fyrsta húsinu.
10. Sá sem reykir Blends býr við hliðina á þeim sem heldur ketti.
11, Sá sem á hest býr við hliðina á þeim sem reykir Dunhill.
12, Sá sem reykir Bluemasters drekkur bjór.
13, Þjóðverjinn reykir Prince.
14, Norðmaðurinn býr við hliðina á bláa húsinu.
15, Sá sem reykir Blends býr við hliðina á þeim sem drekkur vatn.

Ég ætla að vona að þið glímið við þrautina en svarið má finna hér að neðan. Þess má til gamans geta að Einstein fullyrti að aðeins 2% fólks gæti leyst gátuna.













Lausn á gátu Einsteins

Hús: Þjóðerni: Drykkur: Gæludýr: Vindlar:

Gult Hús Norðmaður Vatn Kettir Dunhill
Blátt Hús Dani Te Hesta Blends
Rautt Hús Breti Mjólk Fuglar Pall Mall
Grænt Hús Þjóðverji Kaffi Prins
Hvítt Hús Svíi Bjór Hunda Bluemasters


Niðurstöðurnar gefa því augaleið að Þjóðverjinn í græna húsinu átti fiskinn !