ef þið leitið á netinu komist þið að því að það er búið að brjóta ljóshraðann! reyndar var bara ljós sem braut ljóshraðann með aðstoð einhverra bandarískra vísindamanna (held ég frekar en japanskra eða eitthvað), en engu að síður er það náttúrulega fyrsta skrefið.
þetta jafngildir því í raun að ljósið kvikni áður en ýtt er á ljósrofann… sem hljómar fáránlega, en þetta er víst tilfellið.

- og jafnvel þó að mannslíkaminn þoli ekki hraðann, þá væri hugsanlega hægt að nýta þetta til að “skoða” fortíðina, og fá þannig rétt sjónarhorn á hluti sem mannkynið hefur mikið velt fyrir sér.
ég meina… þetta er heillandi hugmynd!
-I don't really come from outer space.