Ég bara verð að segja þetta, ég fékk þann versta mat sem ég hef nokkurntímann fengið á Friday's um daginn. Ég og félagi minn fórum og ætluðum okkur að fá einhverja geðveika steik með sveppum og öllu meðlæti. Það sem við fengum var einhver smátittur sem var ÓLSEIGUR og bloody as hell, fyrir utan hvað meðlætið var vont og svo salatið sem við fengum á undan var nánast óætt.

Ég hef farið á McDonalds og fengið betri mat. En ég viðurkenni eitt, þjónustan sem ég fékk þarna var með þeim betri en maturinn var óbjóður. Það hefði mátt halda að kokkurinn hafi verið blindfullur þegar hann eldaði þetta, því að þetta var ekki gott. Varist þetta.

Twistur

.:Don't play with the Twistur:.
:.Twistur.: