Formáli :

Kæru stjórnendur huga, ég leita nú til ykkar og óska eftir að þið heimilið þessa grein því guð veit að svörin og viðbrögðin verða mörg og samþykki fyrir þessari grein sýnir greinilegt málfrelsi og jafnrétti á hugi.is.

SMELLUR VS SKJÁLFTI :

Kæru hugar, ég ætla nú í stuttu máli að tala hlutlaust um hið sívinsæla umræðu efni sem kennt er við Smell og Skjálfta.
Það veit það hvert manns(huga)barn hvað um er rætt þegar Skjálfti og Smellur eru í sömu setninguni. Um er að ræða tvö opin tölvuleikjamót. Mót sem bjóða ungu fólki að koma með tölvunar sínar og taka þátt í keppnum í hinum ýmsu leikjum á staðarneti sem mótstjórnendur útvega.

Hér á eftir mun ég kafa djúpt ofan í bæði lön-in og bera þau saman á sanngjarnan og heiðarlagan hátt. ÉG TEK ÞAÐ MJÖG SKÝRT FRAM að allt sem ég fullyrði hér á eftir eru upplýsingar og fullyrðingar byggðar á pottþéttum grunni og engar lygar. Aðeins sannur samanburður á tveimur stærstu tölvuleikjamótum íslands.

Byrjum á Skjálfta :


Skjálfti :

Tölvuleikjamótið Skjálfti var fyrst haldin en þó ekki undir nafninu “Skjálfti” í Hinu Húsinu 1998.
Samkvæmt kerfisstjóra Iðnskólans í Reykjavík varð Skjálfti til þegar nokkrir á tölvufræðibraut Iðnskólans í Rvk héldu LAN í tölvustofum IR og kölluðu það meira að segja Skjálfta. Nokkuð hefur borið á því að Skjálfta stjórnendur núna þverneiti fyrir þetta og kannski ekki skrýtið þar sem Smellur eru fæddur og uppalinn í IR. Við staðfestum þessar upplýsingar við Matthías kerfistjóra IR og hann stendur við orð sín og staðfestir að Skjálfti hafi fæðst í IR og svo blandaðist Landssíminn í spilið og þá varð Skjálfti eins og við flest þekkjum hann í dag.
Allra fyrsti Skjálfti “Skjálfti 1 | 1999” var haldin í Sigtúni, mötuneyti landssímans við austurvöll.

Skjálfti einbeitir sér sérstaklega að Quake III og Counter-Strike og markaðsetur samkvæmt því. Ef þú vilt verða ókrýndur íslandsmeistari í Q3 og CS þá er Skjálfti málið fyrir þig.
Allt þar til á síðasta Skjálfta hefur Skjálfti ekki verið opin alla nóttina og downloads bannað.

Samantekt : Skjálfti er fyrir þá sem vilja spila tölvuleiki og þá meina ég BARA tölvuleiki. Mikið af reglum og vel skipulagt mót.

Smellur :

Nýfætt LAN á Íslandi. Smellur er 1 og hálfs ára gamall og hefur verið haldin 12 sinnum frá fyrsta Smell. Margir klóruðu sér í hausnum og spurðu “Er virkilega pláss fyrir annað stórt LAN á íslandi ?”, og enn fleiri hugsuðu “Uss, þeir duga ekki lengi”.
Stjórnendur Smells hafa svo sannarlega sannað sig og satt best að segja eiga viðurkenningu skilið. Samkvæmt stjórnendum Skjálfta hefur verið reynt áður að halda LAN líkt og þeir en aldrei hafa slík LÖN fest rætur hér á landi.
Að bera saman Smell og Skjálfta er næstum því ómögulegt og hreint út sagt ekki sanngjarnt. Af hverju ?
Jú því Smellur og Skjálfti eru eins og svart og hvítt.
Smells stjórnendur hafa valið þá leið að markaðsetja sig sem LAN og vilja meina að Skjálfti sé “Tölvuleikjamót”. Þetta er jú svo sem ekkert ósanngjörn staðreynd. Skjálfti er að sjálfsögðu tölvuleikjamót og ekkert annað og það vita allir.
Hvað er LAN ? LAN er það sem nokkrir félagar koma saman tengja sig við hvorn annan og spila og downloada, eru alla nóttina og engar reglur eða skuldbindingar er með í spilinu. Það má segja að Smellur sé “það” bara miklu stærra.


Samantekt : Smellur er fyrir þá sem vilja fara á afslappað LAN og skemmta sér. Skjálfti hefur að sjálfsögðu betra skipulag varðandi keppnir og af því leiti betri kostur fyrir þá sem taka CS og Q3 mjög alvarlega. Ironic staðreynd við allan þennan tölvuleikja samanburð er að upp á síðkastið hefur Smellur verið að veita veglegri verðlaun heldur en Skjálfti fyrir keppnir í CS og Q3. Hvernig sem stendur á því ?


Ágreiningur :

Þegar einkabarnið (skjálfti) hefur notið sólskinsins í nokkur ár og allt er í sómanum þá þurfa mamma og pabbi (móðir jörð) endilega að búa til annað barn. Lítin bróa (smellur). Auðvitað verður ágreiningur, en við verðum nú öll að vera vinir.
Þetta byrjar allt saman þegar Smellur byrjar að auglýsa sig sem “Smellur X | 200X”. Auðvitað er þetta ripp off beint frá Skjálfta, en er það ekki oft þannig að litli bróðir lærir af þeim stóra. Eins og við lásum áðan þá er jú Skjálfti og Smellur komnir frá sama stað upprunalega sem er Iðnskólinn í Reykjavík.
Þeir hefðu að sjálfsögðu getað auglýst sig sem “Smellur sá þriðji árið 2002”, en let's face it Skjálfti gerir þetta best með því að segja “Skjálfti 2 |2002”. Stutt einfalt og þægilegt og engin furða að fleiri steli þessari uppsetningu frá þeim.
Nú langar mig að spyrja ykkur, og færa spotlight-ið yfir á Skjálfta. Ef Skjálfti hefði alltaf verið aleinn á markaðnum, og engin Smellur hefði komið inn í spilið …. “Hefði Skjálfti tekið þá ákvörðun að hafa opið alla nóttina ?” Ég held ekki. Að sjálfsögðu verða þeir að halda síni striki og láta ekki í minni pokan fyrir Smell. Annað sem ég staðfesti einnig og segji ykkur þetta á pottþéttum grundvelli er að stjórnendur skjálfta heimsóttu styrktaraðila Smells, þ.e.a.s Tölvulistann og reyndu samningsviðræður við þá nú fyrir stuttu. Tölvulistinn neitaði strax, enda kannski ekki skrýtið. Færi styrktaraðili að svíkja lit bara sísvona. Nokkur reiði braust út meðal Smellsmanns þegar þetta fréttist og fannst þeim nóg að Skjálfti hefði haft opið alla nóttina að hann þyrfti líka að reyna að stela styrktaraðila þeirra frá þeim. Hvað finnst ykkur hvað er rétt í þessu máli ?


LOKAORÐ :

Ég held að niðurstaða míns máls sé að Smellur og Skjálfti eru tvenn ólík mót, en góð afþreyjing fyrir flesta tölvustráka og tölvustelpur þarna úti :)

Endilega “kommentið” á þessa grein og látið mig vita ykkar skoðun á málinu.

Með von um góðar undirtektir,

GrapeJuice.