Í gær sá ég glefsur úr Katsljósi RÚV og þar komu heldur daprar staðreyndir fram. Börn á Íslandi eru orðin of þung var slegið fram. Er þetta virkilega svo, er krakkar hættir að hreyfa sig og sitja í stað þess fyrir framan sjónvarps eða tölvuskjáinn. Ef svo er þá verður að breyta þessu því ef þetta er framtíðin þá horfum við fram á hrikalegt heilbrigðisvandamál. Ljótt er til þess að hugsa sum börn séu jafnvel orðin svo slöpp að þau geti ekki hlaupið þversum yfir leikfimissalinn án þess að standa á öndinni. Nei, þessu verðum við að sporna gegn!