Mér þótti grein sú er JReykdal skrifar í dag afar merkileg og ánægjuleg í senn. Ég hef lengi haldið því fram að sumir tölvuleikir sé ekki mjög uppbyggilegir fyrir ungar sálir og jafnvel líka fyrir þær sem eldri er. Ég fagna því þessari frétt frá Kanada og vona að áhrifa ákvörðunar þarlendra yfirvalda fari að gæta hér hið allra fyrsta. Spurningin er svo, verður nokkuð farið eftir aldurstakmarki hér á Klakanum, mér virðist sem við séum heldur sofandi gagnvart reglum, sérstaklega hvað varðar aldurstakmark, t.d. regluna um útvistartíma ungmenna.