Þessi grein er gerð fyrir þá sem hafa áhuga á að komast í herskyldu
 
Ég ætla að skrifa um hvernig maður getur komist í danska herskyldu, ég ætla ekki að skrifa hvernig maður getur komist í norska herskyldu eða í franska útlendingaherinn aðví að ég veit ekkert um það annars myndi ég gera það
 
  1. að komast í danska herskyldu er að þú þarft auðvitað að flyta til danmerkur
  2.  þú þarft fyrst að vera búin að vinna eða vera í skóla áður en þú sækir um herskyldu og það er auðvitað betra ef þú ert í vinnu eða í skóla þegar að þú sækir um, veit samt ekki hvort það er einhver sér tími þú þarft að vinna eða vera í skóla til þess að sækja um, ég t.d. Var búin að vinna í 6 mánuði áður en ég sótti um herskyldu 
  3. Þú þarft auðvitað að kunna dönku en ekki endilega perfect dönsku þar sem er helling af grænlendingum og færegingum sem sækja um danska herskyldu
  4. Umsókn (ég mun setja inn link af umsókninni hér neðst) umsókninn er 10 blöð sem þarf að útfylla með upplysingum einsog heilsu þína, hvort þú eigir fjölskyldu í Dk, hvort þú ætlar að sækja um ríkisborgararétt og framvegis svo sendirðu það í póstinn til addressuna sem stendur á umsókninni, eftir það muntu fá sent blað um hvenær þá átt að koma á svokallað forsvarets dag (session)
  5. Session er þar sem þú ferð í IQ test með c.a. 75 spurningum og þú þarft minnir mig að svara yfir 25 rétt svör þú horfir líka á 2 stuttmyndir um herskyldu og framtíð þína í hernum ef þú ákveður að halda áfram eftir herskylduna, svo er það lækna tjékk, fyrst ferðu í heyrna og sjón test eftir það er sagt þér að fara inní herbergi þar sem þú átt að fara úr öllum fötum nema nærfötum svo kemur annar læknir og skoðar líkama þinn semsag lætur þig gera einhverjar æfingar, hann mun serstaklega kíkja á bakið á þér og í sumum tilfellum mun hann tjékka eistun á þér til að tjékka hvort þú sert með krabbamein í eistonum, eftir það muntu fá að vita hvort þú sért hæfur eða óhæfur til herskyldu ef þú ert hæfur dreguru númer ef þú færð svokallað frínumer segiru bara að þér langar samt að komast í herskyldu ef það er það sem þú virkilega vilt, eftir það ferðu í svokallað aftale om værnepligttjeneste þar sem þú færð að ráða í hvernig herskyldu þú vilt fara í (semsagt navy, army, airforce) þegar að þú ert búin að velja skrifaru undir samning um herskyldu í Danska hernum
  6. Eftir session munu þeir tjékka á sakaskrá þína sem þarf að vera hrein þegar að þeir eru búnir að því færðu annað blað sem er mjög svipað og blaðið sem þú fékst í aftale om værneligttjeneste
  7. Og svo er það bara að býða þanngað til herskylda þín byrjar
 
 
Herskylda þíðir ekki að þú sért að fara í stríð, herskylda er basic military training (bootcamp) það sem þú munt læra fyrstuhjálp, skjóta úr byssum og framvegis, herskylda getur tekið frá 4 mánuði til 12 mánuði (fer eftir hvað eða hvar þú tekur herskylduna) eftir þessa mánuði geturu ákveðið hvort að þetta sé einhvað fyrir þig eða ekki, ef þú ákveður að halda áfram þarftu að skrifa undir 4 ára samning hjá danska hernum og taka 8 mánaða þjálfun eftir þjálfunina getur þú verið sendur út (semsagt í stríð eða friðargæslu í öðru landi) ef þú er með einhverjar spurninar geturu bara spurt og ég mun reyna mitt besta að svara þér
 
Umsókn:  
Ansøgning udenlandske statsborgere
 
Fra <http://solutions.express.dk/forsvaret/tilmelding/ansogning.aspx?documentid=1008>
 
Ég hef farið í gegnum þennan umsóknarferill þannig allar upplisingar hér eru frá minni reynslu (ég er ekki enþá byrjaður í minni herskydu er enþá að býða eftir því að byrja herskyldu mína þessvegna skrifa ég t.d. Ekki hvernig herskyldan er)