Að ferðast og stunda nám er möguleiki!!
Alltaf hefur mér fundist ég vera hálf ókunnugur og ekki átt heima í skóla stofu sitjandi í stól horfandi á kennara skribbla eitthvað á töfluna. Ég tók mér eftir menntaskóla góðan tíma að finna hvað mig langaði að gera en aldrei náði neitt að grípa mig almennilega, ég tók upp á því að fara ferðast mikið og hafa mismunandi menningar alltaf heillað mig. Einn daginn fékk ég e-mail frá skóla í danmörku þar sem ég hafði sótt um eitthvað program fyrir mörgum árum síðan, spurt var hvort ég hefði enn áhuga á þessu námi. Hvort ég hefði áhuga á að ná mér í Bachelor í kennslufræðum. Kennslufræðum hugsaði ég mér, aldrei fundist neitt spennandi við að kenna, ýmindaði mér svona leiðindar stöðu þar sem ég myndi enda sem einhver skólastofu kennari. Mikið meira gæti ég ekki haft rangt fyrir mér. Ég er núna á mínu fyrsta ári, það sem ég hef komist að er að ég hef gert meira og öðlast meiri reynslu á 6 mánuðum en 3 árum í venjulegum skóla. Ég hef verið að vinna sem KENNARI fyrir vandræða unglinga með aðstoð frá öllum í kringum mig fékk ég það verkefni, Hérna Oddur þú ert núna kennari og með hjálp okkar ferðu í gegnum þessa 4 mánuði að setja upp og hjálpa þessum strákum að komast áfram í því sem þeir eiga að gera (þetta er eitt af svokölluðum SAVING up jobs ) maður getur komið hingað með varla bót fyrir rassinn á sér, þeir útvega manni vinnu og getur safnað þannig fyrir náminu ( you can come with almost 0 on your bank account and you will not leave here with a dept) ég hafði nánast engann aur í vasanum og byrjaði að safna fyrir náminu því programið og námið byrjar í september, þar sem ég byrja mína fyrstu ÖÐRUVÍSI skólagöngu. Við förum nefninlega til Afríku í 4 mánuði, ferðumst um í rútu sem við inréttum sem skólastofu og svefnaðstöðu. gerum investigations um Afríku á meðan við erum að fara yfir Pedagogy history, World history og big issues of the world. námið er nánast 50% fyrir utan skólalóðina á ferðalagi og að gera eitthvað sem manni hefur aldrei getað dreymt um að sé hægt að kalla nám fyrir BACHELOR, en námið er viðurkennt. 

inn á milli að vera gera Theoratical studies, þá er maður að gera ALLT, það sem manni dettur í hug að gera getur maður gert ef maður hefur hugmynd er hægt að láta hana verða að veruleika því að námið er stór hluti Practical.

Mér finnst að fleiri eiga að fá að vita af þessum möguleika og ætla ég að henda inn góðri grein eftir ferðina mína til afríku þegar ég veit meir og hef fengið meiri reynslu.... en reynslan sem ég hef öðlast núna bara á 6 mánuðum með því að vera vinna á skólalóðinni í dagskólanum er ekki eina reynslan sem ég hef fengið. Því það eru vinnur hægt að fá í öllum geirum og UNIVERSAL reynsla fær maður hér því þú þarft að geta gert allt, allt frá því að gera við rútuna þína í afríku ferðalaginu til að kunna að búa til hús úr hesta saur (ef það yrði verkefni :P )

www.dns-tvind.dk