Nú nálgast kennaraverkfallið óðum gott fólk.

Hvað ætlum við að gera þá ?

Það verða opnir þó nokkuð margir skólar, en engir alvöru kennarar verða þar. Þið getið auðvitað lært og lært í verkfallinu án kennara, bara verið dugleg og kennt ykkur sjálf. En sorglega staðreyndinn er sú að nærstum enginn muna gera það.
Margir lýta bara á þetta sem “JIBBÍ ATVIK” í skólagöngu okkur, og ætla bara “þokkalega að detta í það og gera þetta og hitt í þessum frábæra verkfalli” að þeirra áliti að sjálfsögðu.
Margir ætla að vinna eða bara gefast upp á skóla og flýja land.

Kostir: Maður getur ferið að vinna og átt nóg pening um jólin og pening fyrir jólagjöfum of svo framvegis. Maður hefur miklu meiri tíma fyrir sjálfan sig og getur djamman meira að sjálfsögðu. Maður þarf ekki að vakna snemma.

Gallar: Ætlar þú ekkert að verða eitthvað í framtíðinni, ef svo er þá er þetta mjög slæmt þó þú gerir þér ekki grein fyrir því. Maður er fátækur námsmaður. Maður þarf að spara hverja einustu krónu um jólin. Maður þarf að vakna snemma og sofa snemma. Svo eru það auðvitað Jólaprófinn sem éta upp allan Desember mánuð.

Hvoru megin við strikið ert þú ? Finnst þér nördalegt að segja “Djöfullinn !! Ég vildi óska þess að það yrði ekki verkfall”

Eða fílar þú þetta í botn, að fá smá frí frá þessum hundleiðinlegu kennara tuðrum ( no offence ) ;)


Ég ætla að vera hlutlaus í þessu máli, en hvet ykkur eindregið til að ræða þetta mál…

TAKK OG BLESS,

_____
sambi