Ég vildi bara tjá óánægju mína með það að djúpa laugin var ekki endursýnd í dag.
Þessi þáttur er nú oftast ekki uppá marga fiska en þátturinn í gær bar alveg af í rugli og skemmtun við áhorf þannig ég varð mjög sár þegar ég komst að því að af einhverjum ástæðum var hætt við að endursýna hann og bara sýndur frekar leiðinlegur will & grace þáttur í staðinn.
Meina Ok, þetta var kannski soldið mikið rugl og dónalegt á köflum en KOMM ON! fólk getur þá bara skipt um stöð eða eitthvað, ég er allavega búinn að móta mér þá skoðun að hann hafi ekki verið sýndur vegna dónaskaps (sem er frekar kaldhæðið fyrir þátt sem á basically að gera útá dónaskap og samfarir og álíka skemmtiefni).
Þannig ég hvet endilega alla til að mótmæla þessari mismunun á endursýningum, því guð veit að þetta veldur allavega ekki meiri skemmdum á sálinni en að lenda á endursýningu á fólki eða einhverjum álíka viðbjóð.

En já… ég hef nú komið þessu frá mér og hef ekkert meira að segja, nema kannsi að Andrea Róberts sé ógeðslega flott…

Kveðja,
Pirraði Endursýningaunandinn DamienK