Eins og ég hef sagt oft áður batt ég miklar vonir við manga áhugamálið. Draumar mínir um Manga yrði “The áhugamál” urðu fjótt að engu þegar ég sá að hugarar voru ekkert að standa við orð sín þegar þeir sögðust ættla að vera aktívir. Einnig fanst mér þetta vera frábær möguleiki fyrir þá sem þekkja þetta fyrirbæri nógu vel, til þess að læra. Draumurinn var sá að vonandi gætu hugarar deilt með sér sínum upplýsingum, reynslu og vitneskju.
Eins og það hefur oft sannast þá er fók hér á Internetinu okkar ekki samafólkið og það er hér dagsdaglega. Þeim finst það ekki gilda neinar reglur um hvernig það á að hegðasér og trúir því í blindni að það séu allir sammála þeim. Þetta er því miður ekki raunveruleikinn, en það það get ég talað um í annari grein.
Hér á forsíðunni okkar var fyrir stuttu sent inn grein sem var því miður ekki nógu góð, en hún fjallaði um það hvort Anime eða manga væri dautt fyrir almenningi. Ég svarað þessari grein og skrifaði svar sem var lengra en greininn sjálf. Ég fann þá þörf að segja það mikið, því að þetta málefni er mér mikilvægt. Ef þið viljið sjá hvað ég skrifaði þá skulið þið bara leita greinina uppi.
Það var ekki neinn sem svaraði greininni og sagði eitthvað af viti (mín skoðun) allavega ekki neitt sem skipti neinu máli. Miðað við það hvað margir sögðust ættla vera aktívir á manga áhugamálinu, þá voru ekki mörg sniðug komment.
Það er svo sem allt í lagi, þetta stessar mig ekkert þetta áhugamál mun ekki drepast á meðan að fólk er að tala um það, en það mun drepast ef fólk er alltaf að tala um það hvað það er dautt. Sem virðist vera aðalumræðu efnið í augnablikinu.
Mér langar að tala aðeins um Manga hér í þessari grein og segja hvað það er. Ég ættla líka að tala um Anime.

Þegar fólk er að tala um manga, þá er það að meina Japanskar Myndasögur. Get it!

Það er ekki allt of flókið og hef ég hér með klárað það af. Ég hef hinsvegar ekki sagt hver munurinn er á Japönskum, Bandarískum og Evrópskum myndasögum. Það hafa kanski ekki margir pælt í þessu en sá munir er alveg ótrúlegur, enda eru mismundandi menninga heimar með mismunandi list. Bandarísku teiknimyndasögunar eru trendið í dag, þær teljast betri og flottari. Aðvitað eru þær ekki flottastar en þær eru vinsælastar.
Síðstu ár hefur myndasögu markaðurinn farið hallandi, í bandaríkjunum sem sagt. Ég veit bara ekki hvort þetta á við evrópu og asíu, en ég tel það ólíklegt. Hinsvegar tel ég það að þessi markaðshópur er að breytast og hefur Bandarískir teyknimyndasagna framleiðendur þurft að taka á þessu. Fyrirtæki eins og marvel fóru næstum á hausinn, en lifðu þó þessa kreppu af.
Það er allt svo sem gott og blessað. Fáir gera sér grein fyrir því að bandarískar myndasögur eru í raun bara “fusion” af hinum menningar heimunum. Þær eru upprunalega evrópskar en hafa vott af japönskum stæl. Það er allmenn (þeim sem er sama) vitneskja að Bandaríkjamenn hafa verið að taka alveg ótrúlega mikið upp eftir Japönum síðustu árin, og hefur þetta haft alveg gríðarleg áhrif á bandarískann myndasögu stíll. Þetta er meira að segja sagt í kennslubókum í teikningu. Þessi blöndun þeirra er svo sem ekkert skrítinn þegar maður veltir því fyrir sér, Bandaríkin eru samansett af alskonar mismunandi þjóðernum, kúltúrum og menningarheimum. Bandaríkin hafa fært okkur indislga hluti eins og Transmepolitan.
Evrópsku myndasögunar hafa alveg sérstakann klass, gæða stimpil, what ever. Það mætti í raun segja að Evrópskar myndasögur séu bara franskar, því að það er nokkurnveginn miðpunktur alls efnis. Þettar er nú smá alhæfing, en þetta er sannleikurinn. Ekki það að það sé neitt slæmt.
Frakkar hafa alveg dáleiti á japönskum teiknimyndum og gera reyndar teiknimyndir í þeim stíl, sem er alveg frábært. Hinsvegar hafa myndasögurnar nokkurnveginn haldið sínum stíl “intakt” sem er nokkuð gott. Sama má nokkurveginn segja um restina af evrópu. Ef einhverjum langar að lesa flottar og góðar myndasögur þá mæli ég með flest öllu með Enki Bilah, sem er snillingur.
Svo er það Mangað, Japanska snilldin. Ég hef sagt það áður og ég segji það aftur, Manga er snilld. Þeir eru stöðugt að fullkoman sig og þróast þessi iðnaður hraðast hjá þeim. Þeir nýta sér strax allar tækni nýungar og leggja alveg ótrúlegan metnað í það sem þeir eru að gera. Þeirra snillingar eru menn eins og Masume Shirow go Katsuhiro Otomo. Ég ættla ekkert að fara nánar út í það hverjir þeir eru, ef þið hafið áhuga þá skulið þið lesa verk þeirra.
Japanar framleiða Jafnmikið af Anime og allir heimurinn til samans af teiknimyndum, ég býst við því að nokkurnvegin sama regla gildi um Manga. Það eru til alveg ótrúlega margar tegundir af Manga, fyrir alla aldurshópa og alla sem hafa áhuga á einhverju. Hentai er nafn yfir klámfengið eða erótískt Manga.
Upprunalega var það alltaf þannig að myndasagan varð þannig til að rithöfundurinn samdi söguna og teiknarinn teiknaði rammana og hannaði karakterana. Ég ættla ekkert að fara að segja að ég hafi pottþétt rétt fyrir mér en ég tel að þessi aðferðafræði hafi byrjað í Evrópu og hafi nokkurnveginn haldist yfir til Bandaríkjanna. Masume Shirow er dæmi um höfund sem skrifar teiknar og blekar verk sín alveg sjálfur. Sem sagt hann er sinn einginn herra.
Eitt af frægustu verkum hans er Ghost in the shell, sem seinna meir varð einni af frægustu Anime myndum síðustu ára. Enginn veit hver Masume Shirow er. Margir hafa hinsvegar séð menn eins og Katsuhiro Otomo sem er höfundur Akira!

Þegar fólk hinsvegar talar um Anime þá er það að meina Japanskar teiknimyndir, Capish!

Þetta er ekki allt of flókið, reyndar er þetta mikið einfaldara. Hér eru Japananir bestir! Ekki spurning. Það er ekki auðvelt að útskýra þetta fyrir þá sem vita ekki hvað ég er að tala um en ég skal reyna.
Fólk út um allan heim lifir í þeirri trú um að allar teikimyndir verði til í Disneylandi. Sumar verða reyndar til í Warner Studios, en það er bara auka atriði. Þetta er alveg satt, það er hægt að líka þessu við það að bandaríkja menn halda að matur verði til í verksjmiðjum. Förum aðeins nánar út í smáatriðn.
Það fyrsta sem maður gætti tekið eftir ef maður hefur ekki séð Anime áður er að það er betur teiknað. Þetta er staðreind, hinsvegar eru til fólk sem geta ekki séð fegurðina fyrir stóru augunum í fólkinu. Það er fólkið sem mun aldrey skilja hvað er svona “Great” við anime. Í Anime er ungt fólk með stór augu, þau standa sem sagt fyrir ungleikann og sakleisið ef ekki fegurðina.
Þetta var ekki svo erfitt að skilja, ekki satt! Þetta með stóru augun gildir ekki um allt anime. Anime á að vera nokkurnveginn kynþátta laust, litur skiptir ekki neinu máli. Oftast eru persónunar bara ljósar á hörund, stundum gulari og einstaka sinnum eru margir kynþættir. Persónulega er mér alveg sama.
Annað sem maður getur tekið eftir í sambandi við Anime er það er ofbeldi. Það er svona ofbeldi og “aksjón” sem hægt er að finna í öllum öðrum Hollywood kvikmyndum. Að horfa á Anime bíómynd er sem sagt ofast eins og að horfa á venjulega kvikmynd. Númer eitt, tvö og þrjú er reyndar gæðin. Söguþráður og myndræn útfærsla á efninu.

Ég sé að að þessi grein er einginlega orðin allt of löng og þar af leiðandi ættla ég að enda hana. Ég mæli með því að allir sem fíla Anime eigi að fara í Nexus og skoða aðeins. Þeir eiga til helling af nýju stuffi og það er alveg fáránlega ódýrt að leigja spólur hjá þeim. Ef þú ert orðin “elite” viðskiptavinur getur þú meira að segja legit DVD! Ekki að það sé neitt big deal.

Ég verð hér í loka orðunum mínum að segja það að ég vonast ekkert til þess að fá mörg og góð svör við þessari grein. Sú virðist ekkir vera vengjan hér á huga. Ég mæli líka endilega með því að ef þið eruð að hugsa um að segja eitthvað varðandi stafsetninguna mín þá er mér alveg sama. Ég geri mér alveg grein fyrir því að hvert einast orð hjá mér er ekki fullkomlega stafsett, og fallbeiginganar mínar eru ekki endilega réttar. Ég mæli hinsvegar með því að þessi fílf sem þurfa alltaf að tala um stafsetninguna hjá fólki skrifi frekar greinar um það hvað líf þeirra sé frábær og hvað þið eruð fallagt flólk og hvað líf ykkar skuli vera svona frábær að þið þurfið endilega að benda okkur aumingjunum á það hvað við erum ómerkilegt fólk og að við eigum engann rétt á því að vera meðlimir hér á huga.

Rosaleg yrði það vinsæl grein:)

Kveðja Hebbi.
*Common sense is the collection of prejudices acquired by age eighteen.*