Það vill svo til að ég er algjört upplýsinga frík. Já, það er satt. Allann liðlangann daginn er ég á netinu (engar ýkjur) og les og les. Ég drekk auðvitað allt of mikið af kóki og sælgæti, en það er bara til þess að halda rafhlöðunum “júsuðum” hálfgerð framlenging á sæluna.
Þetta kemur auðvitað með smá “kostnaði” ég er næpuhvítur því ég fer aldrei út fyrir dyr, ég hef ekki farið í klippingu svo árum skiptir og ég tala við óhreyna þvottin þegar mér leiðist! Þetta gerir mig auðvitað ekki að neitt verri manneskju, ég tel mig alveg jafn góðan og aðra, enda er ég dedd sexí.
Ástæðan fyrir því að ég er að skrifa þessa grein er auðvitað ekki til þess að segja fólki frá því hvað ég er mikið hunk, heldur til þess að tuða aðeins yfir því hvað mér leiðist stundum. Nei ekki segja mér að fara út og hreyfa mig, hugsa um útlitið og fara að stunda félagslíf. Það sem ég vildi sagt hafa er að einginn á að taka textann fyrir ofan alvarlega (nema þú sért einn af þeim sem eru alltaf að senda myndir af sjálfum sér á http://www.stileproject.com/sx.html) þetta er bara smá húmor í mér.
Jæja núna þegar allir eru búinir að bölva mér til fjandans, af augljósum ástæðum, þá langar mér að fara að snúa mér að kjarna málsins. Hver sem hann er.
Eins og ég hef þegar nefnt er ég forfallinn netverji, það er ekkert djók, þó að ég sé ekki jafn sjúkur og sumir. Ég er svona gaur sem er alltaf að lesa, ég les allann daginn. Ég bölva mér þó stundum fyrir að lesa ekki nógu mikið af bókum. Náttúran er þó ekkert á móti þvi að ég sé að steikja á mér augun fyrir framan frábæra Gateway EV700 tölvuskáinn minn sem suðar ef skjákortið er ekki stillt á yfir 75Hertz (Gateway tölvur eru samt snilld).
Ég held að þessi þráhyggja mín í að vera alltaf með nýustu upplýsingar í kollinum á mér var þegar ég var búinn að læra Alfræði Orðabók Ungafólksins utanaf, bara til þess að læra það að flestar kenningar sem hafa verið settar fram á síðustu árin eru endurnýaðar á ársfresti! Þá var ég auðvitað ungur og vitlaus og vissi ekki að jörðin ferðast á þrjátíu kólómetrum á sekóndu á sporðbaug sínum í kríngum sólina.
Þetta eru auðvitað ekki merkilegar upplýsingar því að þetta vita auðvitað allir hugarar, enda er hugi.is miðpunktur veraldarvefsins. Það vita hinsvegar ekki allir að himininn er blár vegna þess að bylgjulengd á bláu ljósi er helmingi minni en á rauðu ljósi, þar af leiðandi dreyfist það tíu sinnum meira.
Enn og einu sinni er ég farinn að röfla um einhverja vitleisu í þessum greinaskriftum mínum, vegna þess að þetta er ekki það sem ég ættlaði að tala um. Það sem ég ættlaði að tala um eru greinaskriftinar hér á miðpunkti alheimsins, Hugipúnkturis.
Að mínu mati er hugi orðin troðfullur af áhugamálum, þessum áhugamálum er ekki haldið nógu vel við, enda eru sum þeirra algjörlega tilgangslaus. Tökum sem dæmi, öll áhugamál eru sett í flokka, sem allir virðast við fyrstu sýn vera nokkuð vel uppfærðir. Það eru þeir í raun ekki því að þessir undirflokkar, sem sagt áhugamáin sjálf, er oft uppfærð einstaka sinnum. Það gildir auðvitað ekki yfir öll áhugamál, því sum eru alveg fáránlega vinsæl, á meðan að önnur eru stein dauð.
Ég er alveg rosalegur áhugamaður um manga og anime. Ég barðist því fyrir þessu áhugmáli, og þegar það varð loks að veruleika, barðist ég fyrir lífi þess. Tugi manns settu nöfn sín við þar sem þeir lofðu að vera “aktívir”, duglegir að senda inn greinar og taka þá í umræðum. Þetta hefur ekki alveg gengið upp, þó fer ég ekki beint að segja að áhugamálið sé dautt, ég varð samt fyrir vonbrigðum.
Málið er bara það að þegar fólk er ekki að stunda svona síður almennilega, eins og maður ætti að gera því að þetta er frábær síða, þá deyr hún. Ég ættla ekki að halda því fram að hugi sé að gefa upp öndina, alls ekki. Hinsvegar þá er ég alveg rosalega ósáttur við hvernig sumir sinna áhugamálunum SÍNUM. Það er til dæmis alveg rosalegt hvað EVE áhugamálið virðist vera í rosalegri greinakreppu.
Það! Er gott dæmi um áhugamál sem er illa sinnt. Hér er nýtt ÍSLENSKT fyrirtæki að gera alveg “groundbraking” hluti og það er ekkert verið að koma af stað neinu stórum umræðum í kringum þetta. Það er aðvitað alveg skömmustulegt þegar, við íslendingar, erum að missa af öllu.
Kanski eru hugarar bara búnir að missa allann þennnann eldmóð sem þeir höfðu að forðum. Ég er með góða útskýringu á því, það er algjör miskilningur hjá íslendingum að almennar kurteisis reglur gildi ekki á netinu. Núna eru örugglega sumir hissa, getur það verið að við íslendingar (tákn fullkomnunar) séum ókurteisir. Ég get fullyrt það að á öllum mínum árum sem netverji hef ég ekki rekist á neina sem eru jafn ókurteisir og við íslendingar, nema kanski linux samfélagið. Enda eru það þeir sem fundu upp “antisocial behaviour” eða andfélagslega hegðun. Við pésé gaurar erum það sem ég mundi kalla hundleiðinleg fílf, en það má orða það þannig að ég hafi orðið fyrir menningar sjokki þegar ég uppgötvaði makka samfélagið.
Það má auðvitað túlka þetta þannig að ég sé bara asni og telji mig vera fullkomnari en aðrir, sem ég er ekki, hugsanlega fæ ég bara kick út úr því að niðurlægja og gera lítið úr öðrum (eins og sumir).
Hverjir eru þessir sumir? Það eru þeir sem skrifa aldrei greinar en gefa sér alltaf tíma til þess að gera lítið úr stafsetningunni í greinum annara. Það er bara staðreynd að það eru ekki allir jafn góðir í stafsetningu. Menn hafa auðvitað mismunandi afsakanir, ég til dæmis átti heima nokkur ár utanlands, sem auðvitað kom niður á íslensku kunnáttuni minni. Íslenskan mín er full af villum, margar klaufa villur, aðrar eru hálfvita villur eins og sumir hér mundu vilja kalla það.
Svo er það líka tilgangslausu svörin sem fara í tauganar á mér. Þegar ég er búinn að vera að skrifa langa grein, vanda mig og eiða tíma mínum í það að koma skoðunum mínum á framfæri, þá þurfa alltaf sumir asnar að segja hluti eins og: “ágætis grein, en ég er ekki sammála þér. Eitt enn, það eru nokkrar stafsetninga villur hjá þér(auli)” þá líður mér alltaf vel.
Í rauninni veit ég ekki af hverju ég er að gera svona mikið mál úr þessu, það á örugglega enginn eftir að taka mark á þessari grein. Til hvers að vera að skrifa hana þá? Já, vegir okkar íslendinga eru óútskýranlegir, allir hlikkjótir og asnalegir. Nóg um það. Ég ætla bara að enda þessa grein með því að byðjast afsökunar ef ég hef móðgað ykkur með henni.
Eitt enn. Ég sumum ykkar finnst það alveg nauðsinlegt að vera með eitthvað helvítis skítkast, þá ættla ég að mæla með því að þið troðið hnefanum upp í endaþarminn á ykkur og togið út hausinn á ykkur, hann á ekki að vera þarna.

Kveðja, Norrænarollurækjansemvibrarþegaráintekurásigkrók.
*Common sense is the collection of prejudices acquired by age eighteen.*