Ég heiti Davíð Kjartansson og er að klára Bs.C í International Buisness in Hospitality and Tourism Management frá hinum virta César Ritz University í Sviss.

Rannsóknin mín felst í því að skoða netvenjur Íslendinga og hvernig landslagið í samskiptum hefur breyst með tilkomu og þeirri miklu aukningu internetsis og samskipta og leikja forrita þess (Facebook, Skype osfr.)

Taka skal fram að könnunin er einungis 20 krossa spurningar og tekur aðeins 2-3 mínútur að svara þeim. Spurningarnar eru á mjög einfaldri ensku svo allir ættu að skilja þær ef ekki, þá ekki hika við að spyrja mig eða senda mér póst á david.kjartansson@ritz.edu

Ég virkilega vona að þið frábæra fólk sjáið ykkur fært að eyða 2-3 mínútum í að aðstoða mig og taka þátt í þessari rannsókn. Ég tek það sterklega fram að öll svör og allar upplýsingar eru trúnaðarmál og verður eytt um leið og gagnavinna við rannsóknina er lokið. Hér fyrir neðan er beinn linkur inn á könnunina.

http://www.surveygizmo.com/s3/457648/On-line-gaming-perception-Icelandic-point-of-view

Það verður að svara öllum 20 spurningum og ýta á “Submit” sem er neðst á spurningalistanum þegar þið hafið lokið við að svara.

Með vinsemd og virðingu
Davíð Kjartansson