Ég er æ oftar að reka mig á það að fólk er að vandræðast yfir því hvaða drivera það eigi að nota fyrir NVidia kortin sín. (Fyrir þá sem ekki vita þá framleiða NVidia, GeForce2 GTS, GeForce, TNT2 og TNT kubbana ásamt mörgum öðrum kubbum)

Oft þegar fólk er nýbúið að kaupa fínu dýru þrívíddarhraðlana sína þá eru driverarnir sem filgja með þeim ekkert voðalega þróaðir. Þessvegna vil ég endilega benda fólki á að nota svokallaða reference drivera (þ.e.a.s driverar frá framleiðanda kubbsins en ekki framleiðanda kortsins). Í tilfelli NVidia korta þá vil ég benda fólki á að á heimasíðu NVidia (www.nvidia.com) er að finna svokallaða Detonator drivera sem virka fyrir flest alla kubba sem NVidia hefur framleitt. Þessi driverar eru oft mun þróaðari en driverar frá framleiðendum kortanna sjálfra og virka því oft mun betur.

Fyrir þá sem eru óþolinmóðir og nenna ekki að bíða eftir að NVidia uppfæri síðuna sína þá geta þei´r nánast alltaf nálgast nýjustu Detonator driverana (sem eru b.t.w oft enn BETA driverar) á www.reactorcritical.com. Þar er meðal annars að finna nýjustu Detonator driverana (sem eru númer 5.32) sem styðja FSAA enn betur en driverarnir sem fylgja með GeForce2 GTS kortunum núna ásamt sem búið er að laga fullt af böggum.

Ef fólki vantar fleiri ábendingar eða þarfnast betri ráðlegginga í sambandi við NVidia kortin þá ætla ég að bjóðast til að taka við fyrirspurnum og/eða ábendingum á netfangið mitt sem er stefan@salt.is.

kveðja Avatar.