Che Guevara

Ernesto Guevara de la Serna eða Che Guevara fæddist 14. júní 1928 í Rosario Argentínu. Faðir hans hét Ernesto Guevara Lynch af írskum uppruna og menntaður verkfræðingur. Celia de la Serna hét móðir hans og var hún af spænskum uppruna. Við tveggja ára aldur byrjaði hann að fá astma köst sem áttu eftir að hrjá hann alla ævi. Snemma á lífsleiðinni er talið að hann hafi byrjað að lesa bækur eftir Marx, Engels og Freud en þessar bækur voru allar til á bókasafni föður Che.

Che byrjaði í skóla en gekk ekkert sérlega vel nema þá í bómenntum og íþróttum. Hann fór í læknisfræði árið 1947 fyrst til þess að læra um sinn eigin sjúkdóm en þó fékk hann seinna meir áhuga á holdsveiki. Árið 1949 fór hann í fyrsta langa ferðalagið sitt þegar hann hjólaði um norður Argentínu. Í þessu ferðalagi komst hann í fyrsta skipti í snertingu við fátæka indjána og þeirra arfleifðir. Eftir að hafa nýlokið við næstsíðustu prófin í skólanum árið 1951 fór hann í annað ferðalagið sitt þar sem hann vann fyrir sér sem verkamaður þangað sem hann kom. Með vin sinn í eftirdragi ferðaðist hann um suður Argentínu, Chile þar sem hann hitti Salvador Allende, Peru, og til Kolombíu á tímum La Violencia þar sem hann var m.a. handtekinn en fljótlega sleppt, Venezuela og Miami. Hann snéri heim viss um einn hlut hann langaði ekki að verða læknir af millistétt. Hann náði þó loka prófunum og fór til Bólivíu þar sem mikil bylting var í gangi.. Þaðan fór hann til Gvatemala þar sem hann vann fyrir sér með því að skrifa fornleifa greinar um rústir Inca og Maya indijána. Hann var í Gvatamala þegar socialistinn Arbenz var forseti. Þótt að Che væri orðinn mikill marxisti á þessum tíma og vel lesinn í Lenin þá neitaði hann að ganga í kommúnista flokkinn. Þar með missti hann af tækifærinu að vera skipaður í ríkistjórnina. Á þessum tíma var hann mjög fátækur og bjó með konu sem hét Hilda Gadea. Hún var marxisti af indjána uppruna sem hélt áfram að kenna honum um marxisma. Á þessum tíma kynnti Hilda, Che fyrir Nico Lopez en hann var einn af herforingum Fidel Castros. Í Gvatemale kynntist hann einnig vinnubrögðum Bandarísku leyniþjónustunar.CIA og hvernig þeir beittu uppreisnum til þess að velta Arbenz úr stóli. Hann sannfærðist um það að byltingar þyrftu að fara fram vopnaðar. Eftir að Arbenz féll fór Che til Mexico City ásamt Hildu og Nico (September 1954) þar sem hann vann á almenningsspítalanum. Það var þar sem hann kynntist Fidel Castro og eftir það var hann orðinn sannfærður um að þar hafði hann fundið leiðtogann sem hann vantaði.

Hann gekk til liðs við aðra fylgjendur Castros þar sem aðrir Kúbverskir byltingarsinnar fóru í gengum stífa þjálfun í skæruliða hernaði sem var veitt af Spænskum kaptein að nafninu Alberto Bayo. Bayo notaði ekki bara sína eigin vitneskju heldur beitti hann þekkingu frá Mao Tse-tung og skæruliðahernaðar hans. Che varð fljótt aðal nemandinn hans og gerður að foringja bekkjarins. Þessar æfingar drógu að sér mikla athygli og voru þeir handteknuir en þeim var þó fljótlega sleppt(Júní 1956). Þegar að þeir réðust inn í Kúbu þá fór Che með þeim, fyrst sem læknir en varð þó fljótt að herforingja. Hann varð strax besti herforinginn. Hann var lang árásargjarnasti,klárasti og gekk langbest af öllum herforingjunum. Hann veitti mönnum sína mikla menntun í skrifum Leníns. Che varð einnig fljótt vægðarlaus agamaður og hikaði ekki við að skjóta þá sem sviku hann og skæruliðana. Fljótt fékk hann slæmt orð á sig fyrir að vera svona vægðarlaus og hikaði hann ekki við að skjóta hermenn sem þeir höfðu sigrað á Kúbu með köldu blóði. Eftir sigur þeirra á Kúbu varð hann næsti maður við Fidel Kastró og sá maður sem ýtti Kastró úti kommúnisma. Þessi kommúnismi var þó ekki alveg sá sami og sá kommúnismi notaður í Rússlandi. Hann var skipaður Landbúnaðarráðherra og einnig seðlabankastjóri. Che var gagnrýndur fyrir að ýta Kúbu svo hratt í áttina að kommúnisma að tímabundið skemmdi hann það. Þvert á allar gagnrýnisraddir gerði Che það sem hann taldi réttast.

Árið 1959 giftist hann Aledia March og saman ferðudust þau vítt og breitt um heiminn m.a. til Indlands, Egyptalands, Japans, Pakistan og Júgóslavíu. Þegar hann snéri aftur til Kúbú skrifaði hann undir samning við Sovétríkin um innflutning á sykri aðallega til þess að losna undan því að kaupa sykur af Bandaríkjamönnum. Allt þetta var að gerast þegar hann var að missa tökin á vandamálum í Bólivíu og Kongó. Það var þar sem að ein af hans grundvallarreglum gengu ekki upp. Hann sagði: ‘ It is not always necessary to wait until the conditions for revolution exist: the instructional focus can create them.’ Hann færðist nær Mao Tse-tung í hugsunarhætti og trúði því að landsbyggðin þyrfti að koma með byltinguna inní borgirnar. Á þessum tíma var hann einnig að setja fram sínar eigin kommúnista kenningar. Þar fór fremst þessi hugsun: ‘ Man really attains the state of complete humanity when he produces, without being forced by physical need to sell himself as a commodity.’ Hann færðist sífellt lengra frá Sovétríkjunum og nær Mao sem var í raun og veru bara gömul anarkista hugsjón. Formlega brotthvarfið hans kom á samkomu í Alsír þar sem hann ásakaði Sovétríkin um að vera þegjandi og hljóðalaust undirgefinn heimsvaldastefnunni með því að vilja ekki selja einungis vörur til Kommúnistblokkarinnar. Hann gangrýndi þá einnig fyrir samlífi þeirra, endurskoðunarstefnu og fyrir það að veita ekki lítið þróuðum sósíalista löndum hluti án þess að hugsa. Hann stofnaði þríheimsálfasamkomu til þess að koma skæruliðumog uppreisnargjörnum saman til þess að vinna í Afríku, Suður- Ameríku og Asíu. Með hangandi haus reyndi hann að komast að einhverju samkomulagi við Bandríkin, en gagnrýndi þó N-Ameríku fyrir heimsvaldastefnu þeirra í S-Ameríku.

Þvermóðska Che varð þess valdandi að Kastró vék honum úr ríkisstjórninni en þó ekki formlega. Á þessum tíma var vera hans mjög leynileg og gengu jafnvel sögur um að Che væri dáinn. Hann var þó í Kongó að reyna að fá Kinshasha uppreisnarmennina til þess að gera kommúnista byltingu eftir hans höfði. Hann snéri aftur til Kúbu og þjálfaði 120 hermenn og fór með þá til Kongó. Mennirnir hans börðust vel gegn Belgíska hernum en ekki Kinshasha uppreisnarmennirnir og því varð þetta mikið klúður. Um haustið 1965 þurfti Che að biðja Kastró um að hætta hjálp frá Kúbu.

Síðasta uppreisnarverk Che var í Bólivíu. Hann misreiknaði eitthvað styrkleika Bólivisku uppreisnarseggjana og það endaði með því að Che var handtekinn og skotinn degi síðar.

Vegna þess hve villt framkoma hans var, hvernig hann leit út og þvermóðska hans gegn því að sýna þrælslund gegn hverskonar yfirvaldi, áhugi hans á því að laga óréttlæti og einnig vilji hans til þess að nota ofbeldi til þess að ná sínu fram hafa gert hann að hetju og goðsögn hjá ungu fólki sem sýna fyrirlíta hverskonar yfirvald sem fara illa med folkid sitt. Þess má einnig geta að leifar af Che Guevara fundust árið 1997 í Bólivíu og voru færðar aftur til Kúbu.
——————–