Það er nú næsta víst að ekki verður jafn mikill fílingur á Akureyri þessa verslunarmannahelgina og þær síðustu.
Norðlendingar klóra sér í hausnum og segja “við ætluðum aldrei að hafa svona helvítis svall!”.
Og þar með loka þeir dyrum sínum fyrir skemmtunarhungruðum Íslendingum, og þá sérlega Íslenskum ungmennum,
sem í sakleysi sínu langar bara að kíkja norður til þess að drekka sig blindfull og fá sér að r*ða.
En hvað sem því líður þá er enn til fólk sem fynnst það áhugavert að hugsa til þess afhverju allar
vinsælustu útihátíðirnar eru þær sem eru einna helst “fjölskyldu óhollar”.
Ástæðan er nokkuð einföld tel ég, Íslendingum fynnst gaman að drekka, og byrjar flestir mjög snemma í því,
ef þeir þá drekka yfir höfuð.
Í raun er það mörgum Íslendingunum nauðsynilegt að verða fullir til þess að geta komist yfir
það að annaðhvort hanga úti og skemmta sér í skítakuldanum sem hér á landi er eða einfaldlega
til þess eins að þora að reyna við manneskjuna sem “er svo helvíti fönguleg”.
Og fæstir skemmta sér með fjölskyldunni, þ.e.a.s þegar ákveðnir hormónar fara á kreik.
Ég veit ekki afhverju fólk lokar augunum fyrir því að ungt fólk drekkur líka, og drekkur mikið, einfaldlega
vegna þess að það hefur oft fátt betra að gera til þess að skemmta sér, og fær sjaldan að skemmta sér
í umhverfi sem ýtir undir hóflegri drykkju og meiri þægindi.
Það kemur mér því ekki á óvart að drykkjan virki svo svakaleg á fólk þegar það sér þúsundir þeirra
drekka í einu. Og þó… þetta gerist ár eftir ár.
Útihátíðir eru og munu verða á komandi tíðum mest sóttar þegar þær gefa sem mest frelsi og bestu
aðstöðu til þess að stunda það að tala við fólk og labba um í misgóðu ástandi.
Ef að mótshaldarar útihátíða vilja draga úr fíkniefnaneyslu og drykkju, þá verður það ekki gert með
því að loka hátíðum eða meina fólki aðgangi að þeim, heldur aðeins með því að reyna til lengri tíma litið
að breyta afstöðu fólks til skemmtana og drykkju og draga úr því gífurlega þjóðlæga öryggisleysi til að
skemmta sér með ókunnugu fólki sem er til staðar.
Fólk í góðu skapi skemmtir sér vel og er gott við aðra, fullt eður ey.
Undirritaður verður vel íðí í góðum fíling í Vestmanneyjum um verslunarmannahelgina :)
ps: Ég er allveg sammála því að þessi þróun er farinn að verða slæm, og að fíkniefni eru að koma sterkar inn með
ári hverju, en ég er engan veginn sammála því að nota boð og bönn til þess að sporna við þessum hlutum.
Það verður að nota aðrar leiðir, og leyfa fólki að skemmta sér einsog það vill.
Málið er að láta það vilja skemmta sér öðruvísi.