Tónlistar Sjónvarpsstöðin PoppTivi er kominn inn á netið.
Slóð vefsins kemur fæstum á óvart, en hún er www.popptivi.is.
Á vefnum þeirra er að finna meðal annars hinar mjög svo
vinsælu Poppfréttir sem Frosti les á hverjum virkum degi auk
ýmissa frétta sem starfsmenn stöðvarinnar skella inn á vefinn
þegar liggur vel á þeim.

Auk frétta úr tónlistarheiminum og öðrum fréttum af vitlausu
fólki um allan heim er að finna á vef PoppTivi myndir af
allskonar fáránlegum hlutum og starfsmönnum stöðvarinnar.
Undir flokknum Staff er hægt að fræðast um starfsmenn
stöðvarinnar, ótrúlegar nákvæmar og tilgangslausar
upplýsingar í flestum tilfellum. Svo má finna hér upplýsingar
um þættina sem eru á stöðinni og dagskránna sem er dálítið
breytileg frá degi til dags.

Hér er á ferð heimasíða sem inniheldur meiri hlutann af því
rugli sem starfsmenn Popptívi láta út úr sér á hverjum degi og
er líklegt að flestir áhorfendur stöðvarinnar geti fundið sér
eitthvað við hæfi þarna inni, nú eða bara til þess að taka þátt í
skoðanakönnunum og leikjum sem stöðin stendur fyrir á
síðunni.

Gott hjá PoppTivi að drífa sig inn á netið, það var alveg kominn
tími til.