Ég og margir aðrir hafa tekið eftir að það var þvílík jólatrjáarskortur hérna í Reykjavík. Ekki illa meint en ég verð að viðurkenna að mér fannst fyndið þegar ég sá myndir af öllu “ásíðustustundufólkinu” að reyna að redda jólatré í fréttum.

Núna þegar margir eru búnir að læra af reynsluni þá er ég með ágætis lausn. Hún reddar kanski ekki öllum málum strax, en það gerir það á endanum.

Kaupið ykkur gervitré.

Kostir: a)Í staðin fyrir að fara út í leiðinlegt veður og snjó og slyddu til að leita að “hinu fullkomna jólatré” sem fynnst aldrei og þið endið á því að kaupa ykkur gamalt fúið tré sem vantar alla barnála á annari hlið á 5000 kall, þá eigið þið fallegt tré í öllum réttum hlutföllum sem þið getið tekið í sundur og notað aftur næsta ár.
b)Gervitré fella ekki barnála og því þarf ekki að sópa undan því.
c)Þú þarft ekki að vökva það. Eins með öll önnur gerviblóm.

Ókostir ? : a) Það er of dýrt. Er það? Kanski er það dýrara en trén sem þið kaupið í blómaval frá hjálparsveit eða hvað annað en það er alltaf til staðar ár eftir ár og eftir c.a. 4-5 ár þá er það búið að borga sig upp.
b) Það er svo mikið vesen að setja það upp. ALLT er vesen, sættið ykkur við það. Hvort viljið þið eyða hálftíma í að setja upp jólatré í hlýju stofu eða fara út í bæ, leita af jólatré í fleiri fleiri tím og kaupa svo einhvað sem er nógu viðsættanlegt, drösla það inn í bíl (og fá við það grenitrjáalikt sem þið losnið ekki við í mánuð í bílinn), keyra heim og drösla því út, drösla því inn í hús (og ég ætla ekki að fara út í það ef þið búið í blokk), finna standin og hella vatn og næringu í hann svo að tréð deyji ekki á tveim dögum og drösla trénu oná það. + Ef tréð var of ljót þá þurfið þið líka að trimma(snyrta) tréð aðeins til.
c) Ég sakna grenilyktina (sniff). Hættu að væla og keyptu greinar af greni og dreifðu því um húsið. Það er ekki það flókið.

Ég hef átt gervitré í 6 ár og er hæst ánægður með. Það getur verið að einhver vill kalla mig gervimanneskju en fyrir þá segi ég: Fínt. Kallið mig það bara. Munið það bara að ég er ekki að drepa tré á hverju ári með því að stilla það upp í stofu hjá mér bara svo ég geti hengt ljósaseríu á það og haft það jólalegt hjá mér. Hugsið bara ef þið mynduð klára öll grenitré í heiminum. Þá þyrftum við að sætta okkur við pálmatré(þeir sem fylgdust með Futururama fatta þennan).
Those were my two cents.