Núna ættlaði ég að skoða reply'in við seinasta postinu mínu um það hvað magnið á bröndurunum væri orðið allt of mikið og þeir ættu ekki að vera partur af því sem kallast greinar. Anway, þá var ég að skoða þetta og þá virðist vera sem allir brandarafylgjendur hafi bara postað nýjar greinar á fullu síðan í morgun.

Nú þegar ég lít yfir greinarlistann með sínum 22 greinum þá eru þar 7 brandarar. Gott dæmi til að skoða hve mikið magn af bröndurum er verið að posta hér er að skoða korkinn því að allar greinarnar fara þangað líka.

Þar er kynlíf í fyrsta sæti með 1943 greinar og response, svo koma brandarar með 1381 greinar og response, næst er það svo formula1 með 1024 greinar og response. Þessar tölur gefa smá mynd á þetta, en það verður að athuga að þegar einhver byrtir grein um kynlíf þá flykkist fólk þangað til að ræða um það og það leiðir af sér fleiri response. Með brandarana er þetta ekki svoleiðis, fólk skrifar grein, fólk skoðar grein og einstaka respondar með einu LOL eða álíka merkilegu. Þegar tekið er tillit til þessa þá má áætla svo að byrtar greinar í bröndurum séu mun fleiri en í kynlífinu.

Ég er á engann hátt á móti bröndurum ég er bara á móti því að fólk sé að skrifa þetta sem grein í staðin fyrir að stjórnendur huga bara geri nýjann kork hluta fyrir brandara þannig að fólk geti postað brandara þar.
_______________________