Fyrir nokkrum vikum sá ég frétt um að búið sé að lögleiða kannabis í Sviss, allir vita að kannabis er leyfilegt í Hollandi, og örugglega er það leyfilegt í fleiri löndum. Danmörk er gott dæmi um land þar sem efnið er ólöglegt en í hugum fólksins, og lögreglunnar er það löglegt. Það heyrir til algjörrar undantekninga ef friðsamt fólk er handtekið fyrir kannabis neyslu.

Þar af leiðandi hlýtur maður að spyrja sig, afhverju er þetta efni ekki lögleitt hér á landi, alveg eins og áfengi og tóbak er leyfilegt afhverju getur kannabis ekki verið löglegt hér líka?

Nú segja örugglega sumir að, „kannabis er dóp, allir sem neita þess fara beinustu leið í rugl og vitleysu“. Vissulega er það rétt að fólk fari í vímu að neyta kannabis, fólk fer einnig í vímu að neyta áfengis samt er áfengisneysla lögleg. Sumir segja að „þegar fólk er farið að nota kannabis er það bara upphafið af frekari neyslu á harðari efnum”.
En rannsóknir sýna, að neysla kannabis leiði ekki til notkunar á sterkari efnum. Þ.e. ef neyslunni er stillt í hóf, rétt eins og ef áfengisneyslunni er stillt í hóf.

Ég tel að ef kannabisneysla væri jafn almenn og sýnileg og áfengisneysla, þá væri mun minna um lögbrot og vandræði, tengt neyslu. Fólk verður mun afslappaðra og rólegra af kannabisneyslu heldur en áfengisneyslu.

Rannsóknir sýna einnig að hófleg neysla er ekki talin heilsuspillandi, að efnið sé ekki líkamlega ávanabindandi (eins og tóbak og áfengi) og fráhvarfseinkenni verða ekki þó neyslu sé hætt.
Andleg fíkn getur þó vísu látið á sér kræla (rétt eins og maður getur ekki hætt að lifa kynlífi).

Það að geta skroppið út í búð og keypt kannabis, á að vera jafn löglegt og að fara út í Nóatún og keypt sígarettur (sem ég nota reyndar ekki), eða farið í Ríkið og fengið sér eina flösku (sem ég tel skapi meiri vanda og kostnað heldur en kannabis).

Þett er mín skoðun, og örugglega margra annara, því kannabisneysla er mjög algeng hér á landi sem og annarstaðar.

………