- Fólk veit sjaldnast hvenær nýtt Undirtónablað kemur út, það
bara kemur út án þess að bera boð á undan sér, en nú ætlum
við að láta Hugara vera fyrsta til þess að vita af því. Blaðið er í
takmörkuðu upplagi (20.000) þannig að það er um að gera að
ná sér í eintak sem fyrst áður en þau klárast.

Afmælisblað Undirtóna er að koma út. Það er blað númer 50 í
röðinni og eru nú fimm ár síðan Undirtónar kom fyrst út. Meðal
efnis sem er að finna í afmælisblaðinu er stórt og
skemmtilegt viðtal við Aphex Twin. Í viðtalinu fjallar hann um
Madonnu, Björk, Radiohead, Vatnsblöðrur, Kylie Minogue og
marga fleiri. Mjög skemmtilegt viðtal við einn af merkilegri
tónlistarmönnum samtímans. Viðtal er við Trans Am sem
komu hingað til að spila á Vetrardagskrá Hljómalindar. Viðtal
er við hljómasveitina Sparta, sem er komin undan
rokksveitinni At The Drive In. Einnig er að finna viðtöl við Klink,
Ný Dönsk og Emilíönu Torrini.

Módel mánaðarins er hin upprennandi Edda P. sem hefur frá
mörgu skemmtilegu að segja. Í tónleikagangnrýni er tekin fyrir
tónlistarhátíðin Iceland Airwaves þar sem mikið var um dýrðir.
Einnig eru tónleikar Trans Am teknir fyrir og Stefnumót. Fastir
liðir eru svo á sínum stöðum. En svona fyrir jólin er mikil
útgáfa og það eru tæpir 50 plötudómar í blaðinu. Vegleg
umfjöllun um tölvuleiki, kvikmyndir, tæki og internetið.

Undirtónar eru síðan að fara opna nýja heimasíðu þann 15.
nóvember og þar verður eins og áður hægt að vinna miða á
bíó og lesa fréttir og slúður út tónlistar, kvikmyndar og
tækniheiminum.

Blaðið ætti að vera komið í fulla dreifingu ekki síðar en á
þriðjudaginn.