Microsoft hefur lokið vinnu við arftaka Windows 98 stýrikerfissins fyrir heimilistölvur og hefur í hyggju að setja stýrikerfið á markaðinn 14. September. Hið nýja stýrikerfi sem kallað er Windows Millenium Edition eða Windows ME, var sent til tölvuframleiðanda í síðustu viku, að sögn Microsoft. Það mun síðan fylgja uppsett með öllum nýjum tölvum sem seldar verða 14. September eða síðar, auk þess sem neytendur munu geta keypt hugbúnaðinn í verslunum. Nýtt eintak kostar 16.000 kr en uppfærsla 8.000 kr. Windows ME mun innihalda fjölda nýjunga, en þó verða færri breytingar í tækninni sem liggur að baki stýrikerfinu nú heldur en við fyrri uppfærslur Windows gegnum tíðina. Windows ME mun m.a innihalda nýjan Windows Media Player, sem mun hjálpa notendum að halda utan um stafrænar hreyfimyndir og hljóð á tölvum sínum. Jafntframt hefur Microsoft bætt viðhaldshugbúnað stýrikerfisins, gert villuboð auðskynjanlegri og komið upp varnarbúnaði til að koma í veg fyrir að notendur þurrki fyrir slysni út mikilvægar skrár. Hinu nýja stýrikerfi mun að auki fylgja ný útgáfa af Internet Explorer og leiðbenningar sem fylgja notandanum skref fyrir skref þegar hann reinir að tengja saman tvær eða fleiri tölvur í þeim tilgangi að setja upp heimilisnet.
Oli :)