Í Noregi var verið að aflétta lagalegu banni við rasisma á grundvelli tjáningarfrelsis. Þetta þykir mér skynsamlegt þar sem grundvöllur heilbrigðs samfélags er að tala um hlutina og færa þá í dagsljósið í stað þess að bæla þá niður og banna þá. Ég er ekki fylgjandi rasisma, en finnst þetta engu að síður rökrétt framkvæmd þeirra Norðmanna. Í ljósi þessa þykir mér undarlegt að auglýsingastofa í Rvk. fái að vaða uppi með auglýsingar á eigin vegum þar sem þeir fullyrða að rasismi sé heimska. Þeir setja sig þarna þrepi ofar en fólk með aðrar skoðanir og þau, og enginn segir neitt. Mér finnst það í góðu lagi ef fólk ræðir slíka hluti sín á milli, en það er ósanngjarnt að birta svona lagað undir yfirskini auglýsingaátaks. Fólk kinkar bara kolli og samþykkir þetta án þess að ræða málin. Þetta fólk þarf að átta sig á því að þó rasistar séu ekki með sömu skoðanir og allir, þá hafa þeir sama rétt á þeim og allir. Ég er viss um að einhver yrði reiður ef það birtist auglýsing sem segði: “Frjálshyggja er heimska.” -eða- “Áhugamenn um kraftlyftingar eru hálfvitar.”
Þetta samfélag er handónýtt að því leytinu til að það er aldrei neitt gert í hlutunum og því fá svona hlutir að gerast án þess að nokkur lyfti fingri. Nú þarf einhver yfirlýstur rasisti að kæra þetta lið fyrir meiðyrði.