Vegna atburða dagsins í Afganistan hefur verið hætt við afhendingu 53. Emmy verðlaunana sem afhendast áttu í dag.

Afhendingin átti áður að fara fram þann 16. september sl. en var snarlega frestað vegna árásana á World Trade Center og Pentagon þann 11. september.

Tvennum sögum fer af ástæðunni en Gróa á Leyti segir að stórstjörnurnar hafi neitað að koma saman á sama stað á slíkum tíma, af ótta við hryðjuverk.

En annars er <a href="http://www.cbsnews.com/now/story/0,1597,313003-412,00.shtml">hérna</a> að finna frétt frá CBS varðandi þetta mál.

Ekkert hefur frést af því hvernig verðlaunin verða afhent sigurvegurum, en líklegt er talið að ekki verði reynt að halda hátíðina sjálfa aftur á þessu ári.
JReykdal