Var að lesa grein á visi.is þar sem kemur fram að nú á að banna einkadans á súlustöðum vegna þess að það hefur á einhvern furðulegan hátt slæm áhrif á miðbæinn. Sett var á laggirnar nefnd á vegum borgarstjóra sem átti að finna leiðir til að bæta veitingarhúsamenningu og draga úr ölvun á almannafæri.
Niðurstaðan er sem sagt sú að banna einkadansa á súlustöðum, hafa ákveðið langt bil milli dansara og gesta staðarins auk þess sem að banna á að selja bjór í stykkjatali í ÁTVR(Austurstræti) heldur verður að kaupa bjór í kippum(eins og það leiði til þess að fólk drekki minna í miðbænum). Þá er gerð tillaga varðandi áfengislögin að í stað heimildar verði sett bann við að veita eða afhenda áberandi ölvuðum manni áfengi.

Þetta á á einhvern óskiljanlegan hátt að bæta ástandið! Ekki skil ég persónulega hvernig í ósköpunum einkadans og núverandi fyrirkomulag á sölu bjórs hefur bein áhrif á “ástand” miðbæjarins.
En eins og svo oft á Íslandi þá er vinsælt að banna….bara banna allan andskotann í stað þess að ráðast á rót vandans. Hún Ingibjörg S. er gjörsamlega að fríka út í þessu embætti sínu og ég leyfi mér að efast um að hún verði áfram í sæti borgarstjóra eftir næstu kosningar eftir tilþrif undanfarinna ára.

Lausnin er ekki alltaf að banna allt. Heldur ætti kannski að setjast niður, ræða málin og finna lausn sem allir sætta sig við.

Ég legg til að það verði sett í gang mótmælasíða sem fólk getur skráð sig á(svínvirkaði með geisladiskana).

Látið í ykkur heyra….MÓTMÆLUM!!