Veit einhver af ykkur hvað EvE: The Second Genesis er?

Ég skal svara þeirri spurningu. Þessi tölvuleikur er fyrsti almennilegi íslenski tölvuleikurinn. Þetta er MMORPG, sem er leikur sem er aðeins spilaður á netinu. Þessi leikur er m.a. orðinn þekktur útí Bandaríkjunum enda komu CCP(Crowd Control Productions), framleiðendurnir, með leikinn á einu vinsælustu leikjasýningu ársins í Bandaríkjunum. Nú þegar eru fullt af fólki frá öllum löndum að spjalla á heimasíðu leiksins www.eve-online.com og finnst mér tími til kominn að leikurinn´, sem á eftir að verða yfirgnæfandi byltingarkenndur, fái stæði í Tölvuleikjasvæði Huga.is

Farið á heimasíðu leiksins, lesið um hann, komið uppljómuð aftur hingað í þessa grein og látið í ljós skoðun ykkar á kröfu minni. Viljið þið geta spjallað á ykkar móðurmáli um snilli þessa leiks?