Ég skil þetta ekki með þennan blessaða Landsíma Íslands. Ég var að fá símreikninginn og ég þarf að BORGA fyrir að hringja í 1771, þjónustunúmer Landsímans. Þetta er rosalega asnalegt. Að rukka viðskiptavini fyrir að hringja í 1771 þegar 8007000 er ókeypis. Fyrst að 8007000 er ókeypis, afhverju ekki að hafa 1771 ókeypis fyrst að nákvæmlega það sama gerist þegar maður hringir. Hvað ef maður hringir í númerið, síðan þarf maður að borga fyrir tónlistina ef maður er settur á bið. Þetta er rosalega dýrt ef maður á gemsa og þarf að hringja þangað út af einhverju. Ég heimta að Landsíminn geri þetta númer ókeypis. Margir eru að hugsa þegar þeir lesa þessa grein að þetta sé ekki svo dýrt, ég hef verið settur á bið í nokkrar mínútur á meðan eitthvað var athugað varðandi símreikninginn og þetta hefur kostað mig mikið og ég vissi ekki að þetta kostaði. Ég hringdi í þjónustuver Landsímans (úr heimasímanum) og kvartaði út af þessu og þeir sögðu að þetta ætti að vera gjaldfrjálst númer og ég yrði að hringja í Innheimtudeild til að fá þetta leiðrétt. Ég hringdi í Innheimtudeild og þeir sögðu að 1771 kostaði og þeir í þjónustuveri höfðu farið með rangt mál. Ég meina það, afhverju er ekki meira samstarf á milli þjónustuvers og annarra hluta fyrirtækisins svo við þurfum ekki að hringja í annað númer til að athuga eitthvað sem þjónustuver ætti að geta sagt okkur. Mér finnst að það ætti að nægja að hringja í þjónustuver þannig að maður þarf ekki að hringja neitt annað út af vandamálum. Ég komst að tveim gjaldfrjálsum leiðum til að hafa samband við sama þjónustuverið. Ef þú hringir úr GSM, 8006330 og almenna númerið(getur líka hringt úr GSM) 8007000. Þeir sem eru á móti því að 1771 kosti, sendið inn mótmælin hingað.