EVE-online er risa verkefni sem íslenska forritunarhúsið CCP (Crowd Control Productions) er að gera. Leikur af þessari stærðargráðu er alveg hreint ótrúlega metnaðarfullt verkefni. En af skjáskotum og þeirri forsögu sem er búið að semja fyrir leikinn þá lofa þetta mjög góðu. Leikurinn verður on-line og alltaf í gangi (persistent) og því heldur lífið í EVE áfram þó svo að þú sért ekki að spila. En boðið verður upp á staði þar sem hægt að er “leggja” og vera öruggur fyrir hverskonar áreiti. Hægt verður að mynda sambönd við aðra spilara og þannig hægt að safna liði til að verja eigur sínar. Gert ráð fyrir að með meiri spilun þá verði persóna þín í leiknum hæfileikaríkari og eignist mikla peninga, fyrir peninga getur þú svo keypt stærri og betri skip og sérhæft þig í því sem þú vilt gera.


%TAFLA eve%


En gert er ráð fyrir því að spilarar velji sér braut til að fylgja, verslunarmenn, smyglarar eða orustuflugmenn eru dæmi um þetta. Allt er þetta í þróun hjá þeim en gert er ráð fyrir að leikurinn komi út snemma árs 2001. Þangað til mæli ég með að fólk bókamerki(bookmark) heimasíðu EVE og kíki reglulega við.

Ef mér tókst að vekja áhuga ykkar á þessum leik þá mæli ég með að þið kíkið á heimasíðu leiksins <A HREF="http://www.eve-online.com"> hér </a>

p.s. vona að þetta komi ekki OF illa út hjá mér :)
Kwai