Ég er mjög hissa á úrskurð Héraðsdóm Reykjaness. Þeir kváðu dóm um að 9 ára gamall drengur skildi vera sendur aftur heim til móður sinnar sem er búsett í Frakklandi. Drengurinn vill vera hjá pabba sínum og er búinn að gera grein fyrir því að hann vilji ekki fara frá föður sínum og fara aftur til Frakklands. Hann hefur komið til Íslands og dvalið hjá föður sínum í leyfum.

Mamma hans og pabbi skildu og fékk hún forræði yfir honum en faðirinn fékk að fastan umgengisrétt. En hvað er að drengurinn er búinn að fara til sálfræðings í Frakklandi, og sá sálfræðingur ráðlagði að hann yrði hjá pabba sínum en það var litið framhjá því. Níu ára drengnum líður illa í skóla útí Frakklandi og langar að búa hjá föður sínum og vill ekki vera hjá móður sinni. Hví er honum ekki leyft að vera hjá föður sínum. Sálfræðingurinn sagði drenginn vera mjög skýran og ætti að geta tekið þessa ákvörðun sjálfur. Drengurinn sagðist ekki geta hugsað sér að flytja aftur til móður sinnar í Frakklandi því þá vildi hann ekki lifa lengur.

Lögmaður drengsins Hörður Felix Harðarson sagði þetta:
,,Niðurstaða héraðsdóms er á því byggð að Haag-samningurinn og Evrópusamningurinn eru í gildi og dæmt er á grundvelli Evrópusamningsins. Samkvæmt honum ber Íslandi að leggja niðurstöðu franska dómstólsins til grundvallar og framfylgja dómnum hér á landi. Það eru hins vegar heimildir í þeim samningi, rétt eins og í Haag-samningnum, fyrir íslenska ríkið til þess að synja um afhendingu ef sérstök sjónarmið mæla með því,"

Hver er afstaða ykkar í þessu máli? Finnst ykkur að drengurinn eigi ekki að geta sagt neitt í þessu máli?? Mér finnst þetta persónulega skerðing á mannréttindi drengsins. Sálfræðingurinn sagði að það væri best fyrir drenginn, í sambandi við framtíð hans að gera, að hann væri hjá föður sínum. Endilega tjáið ykkur, hvað finnst ykkur um þetta mál? Ég er allavega mjög á móti því að drengurinn fái engu að ráða!

Takk fyrir

Ray Franco.