Hvað er fólk að spá???

Það er ekki nóg með það að auglýsingartímar eru að gera alla brjálaða á Stöð 2, þegar þeir rjúfa þætti í miðjum klíðum til að setja inn auglýsingar, heldur er RUV að spá í að setja auglýsingarhlé á þær kvikmyndir sem þeir sýna um helgar.

Þetta finnst mér of langt gengið. Ef að þetta gegnur eftir þá geri ég þá kröfu að skylduáskrift mín að RUV falli niður. Ég hef ekki áhuga á að horfa á kvikmyndir sem eru með hléi.

Ég er mótfallinn þessu í bíó og sjónvarp er engin undantekning. Í kvikmyndum er verið að byggja upp ákveðna spennu eða ákveðin söguþráð sem síðan er klippt á og allir eiga bara að setja sig aftur í sömu stellingar eftir nokkra mínutu hlé. Þetta er fíflaskapur. Sem betur fer hafa kvikmyndahúsin tekið uppá því að hafa hlélausar sýningar reglulega.

Þetta er með eindæmum að þegar kvikmyndahúsin eru hægt að þróast í þá átt að sleppa hléum, vill Ríkissjónvarpið fara að bæta þeim inní???

Hvað finnst ykkur um þetta?

Nóg í bili…

Xavier

(Nánar er hægt að lesa um þetta í Morgunblaðinu í morgun eða á MBL.IS)