Samkeppnisráð hefur beint þeim fyrirmælum til Internets á Íslandi hf. og Íslandssíma hf. að óheimilt sé að þeir starfsmenn Internets á Íslandi hf. sem komi að eða starfa við skráningu og úthlutun léna veiti öðrum starfsmönnum Internets á Íslandi hf. eða Íslandssíma viðskipta- eða tæknilegar upplýsingar sem þeir fá í hendur í tengslum við umsóknir á lénum. Hið sama á við um stjórnarmenn fyrirtækjanna. Óheimilt er að starfsmenn Íslandssíma hf. komi að skráningu og úthlutun léna eða hafi aðgang að framangreindum upplýsingum.
Þá mælir samkeppnisráð fyrir um að starfsmenn Internets á Íslandi hf. sem hafa aðgang að viðskipta- eða tæknilegum upplýsingum sem veittar hafa verið í tengslum við umsóknir á lénum skuli undirrita yfirlýsingu um trúnað og þagnarskyldu. Hið sama eigi við um stjórnarmenn Internets á Íslandi hf. og Íslandssíma.

Loks er Interneti á Íslandi hf. gert að tryggja að jafnræði ríki milli keppinauta fyrirtækjanna og þeirra deilda fyrirtækjanna sem eru í samkeppni við þá varðandi meðferð á umsóknum um lén.

Ákvörðun samkeppnisráðs er tekin í kjölfar erindis frá Landssíma Íslands, sem krafist þess að mælt yrði fyrir um fjárhagslegan aðskilnað milli þeirrar starfsemi Internets á Íslandi hf. (INTÍS), sem sé í samkeppnisrekstri og þeirrar starfsemi sem njóti verndar einkaleyfis. Þá fór Landssíminn þess á leit að athugað verði hvort gjaldtaka fyrir skráningu netléna gefi ástæðu til íhlutunar samkeppnisráðs samkeppnislögum.

[Heimild: mbl.is]
Mortal men doomed to die!