Það er mjög leiðinlegt að þurfa að segja þetta en eins og mörg fórnarlömb vita, þá er þeim sendur póstur sem inniheldur ekkert nema auglýsingar frá fyrirtækjum eða einstaklingum. Þetta mál er því miður komið upp hér á huga.is. Einstaklingur sem hefur nickið toafoa er að auglýsa einhverja gæludýrabúð og fékk e-mailin hér á huga.is. Skoðaði bara greinarnar og bætti @hugi.is við nickin og sendi þeim e-mail. Mér finnst að þeir sem eru að gera þetta, ættu að vera sviptir réttinum til að vera skráður eða gefin viðvörun eða eitthvað. Ef eitthvað svona mál kemur hjá ykkur hér, sendið þá vefstjóranum e-mail á vefstjori@hugi.is og hafið upprunanlega textann í e-mailinu og hann ætti að vera skyldugur að gera eitthvað í þessu leiðinlega máli.