Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í 3 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stela bíl og fyrir að brjóta rúðu í sýningarglugga verslunar og stela tölvu, geislaspilurum og GSM-símum en samtals var þessi varningar 840 þúsund króna virði.

Fram kemur í dómnum að maðurinn hefur ekki áður gerst sekur um brot á almennum hegningarlögum en hann hefur á síðustu sjö árum nokkrum sinnum sætt sektum vegna brota gegn umferðarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni.

Ok hvað er að? Ég gæti semsagt farið stolið bíl, tölvum gsm símum og fullt af drasli og sloppið með skilorðsbundið fangelsi? Hvað er í gangi með íslenskt dómkerfi í dag? Skilorðsbundið fangelsi…. Ef þetta væri annarsstaðar væri hann farinn í allavega 3 mánaða fangelsi. Og hann hefur sætt sektum vegna brotum á umferðalögum og lögum um ávana- og fíkniefna. Ég spyr bara hvert er íslenska dómkerfið að fara? Hvað eru þessir dómar að segja ykkur?

Þú getur gert margt og ýmislegt og fengið mjög stuttan dóm. Ég er orðinn mjög hissa á þessu. Ég fann þessa frétt hérna á netinu, mér brá ekkert smá þegar ég las þetta.

Takk fyrir

Ray Franco