1. Slóð, notandanafn og lykilorð
Þegar viðskiptavinur ákveður að kaupa Kasmír fær hann úthlutað, slóð, notandanafni og lykilorði. Dæmi um slóð getur verið www.gsfi.is. Dæmi um notendanafn er gsfi og lykilorð gæti verið Abc22

2. Umsjónarkerfi fyrir notendur Kasmír
Til að uppfæra síður eða bæta við síðum er farið í umsjónarsíðu. Umsjónarsíðan er í raun vefurinn sjálfur nema að aftan við texta eru hnapparnir breyta og mynd. Umsjónarkerfi Kasmír er aðgengilegt í vafranum þínum (Netscape / Internet Explorer). Aðgangur að því fæst með því að slá inn slóðina http://kasmir.skima.is og tvísmella á umsjónsjónarsíða fyrir Kasmír. Þegar því er lokið þarf notandi að slá inn notandafni og lykilorði sínu. Dæmi um notendanafn er gsfi og lykilorð gæti verið Abc22

3. Hvernig geri ég textabreytingar á síðu?
Til þess að komast á umsjónarsíðu er nóg að smella á flokk/fyrirsögn og opna þannig viðkomandi umsjónarsíðu. Á hverri síðu er fyrirsögn (flokkur) og meginmál. Fyrirsögnin er einnig heiti síðunnar. Ef breyta á megintexta eða fyrirsögn er smellt á hnappinn breyta sem er staðsettur er neðst á hverri umsjónarsíðu. Fyrirsögn eða flokki er breytt í efri glugganum og megintexta er breytt í neðri glugganum. Breytingarnar eru skráðar með því að velja vista

4. Síða virk?
Eftir að síðu er breytt er möguleiki að velja milli þess hvort hún birtist almenningi á Internetinu eða hvort hún sé falinn. Ef ekki er hakað við síða virk þá birtist hún eingöngu í umsjónarkerfi Kasmírs. Þetta getur nýst vel ef þörf er á yfirlestri áður en efni er birt opinberlega.

5. Er hægt að breyta röð flokka?
Möguleiki er að velja í hvaða röð flokkanna/kaflanna á heimasíðunni með því að slá inn viðeigandi númer í reitinn Linkur nr.

6. Heiti heimasíðu
Nafn heimsíðunnar er valið með því að smella á Nýtt útlit. Þá opnast gluggi þar sem hægt er að breyta útliti heimasíðunnar og skrá nýtt heiti í textareitinn efst á síðunni. Að því loknu skal valið vista. Það heiti sem er valið sést þá efst í vafranum hjá þeim sem heimsækja vefinn.

7. Að breyta útlit vefsins
Smelltu á Nýtt útlit og þá kemur upp gluggi með mismunandi möguleikum á stafagerðum og litum. Nægilegt er að smella sniðmátin reyna þannig ný útlit.

8. Hvernig bæti ég við nýrri síðu?
Smelltu á ný síða. Kasmír bætir sjálfkrafa við nýrri síðu og hægt er að slá inn texta (sjá hér að ofan, Hvernig geri ég textabreytingu).

9. Hvernig vista ég myndir inn á Myndabankann?
Hægt er að ná í vörumerkji, auglýsingaborða og myndir af eigin tölvu sem eiga að birtast á vefnum og vista í Myndabankann á .jpg eða .gif formi. Það er gert með því að Smella á hnappann Myndabanki. Til þess að vista myndir af tölvu notandans þá er smellt á hnappinn ,,Browse…“ þá er hægt að velja viðkomandi mynd af hörðum diski (t.d. C-drifi) eða disklingi (t.d. A-drifi) eða frá geisladiski (t.d. D-drifi). Ef tvísmellt er á viðkomandi skrá þá lokast glugginn og hægt er að vista myndina í Kasmír Myndabanka þinn.

10. Hvernig eru myndir færðar inn á vefinn?
Hægt er að færa myndir inn í texta úr myndabankanum með því að velja %MYND nafnmyndar.jpg% í megintexta. %MYND táknar að skrá verði sótt í myndabanka. Nauðsynlegt er að hafa bil á milli þess sem ”MYND“ er skrifað og nafn á myndinni. Gott er að afrita (copy) nafn myndarinnar í myndabankanum og líma (paste) hana síðan inn í textann. Nafnaskráin: Nýskráning, breyta, eyða. Smelltu á hnappinn Nafnaskrá. Þar eru mögulegt að nýskrá aðila inn á nafnaskránna með því að skrá inn upplýsingar um viðkomandi og smella á hnappinn vista. Hægt er að afmá nöfn úr listanum með því að velja eyða. Skráningu er breytt með því að smella á nafn viðkomandi , þá opnast gluggi þar sem möguleiki er að breyta nafni og öðrum upplýsingum um viðkomandi. Síðan er smellt á vista til þess að vista skráninguna.

11. Nafnaskráin: Nýskráning, breyta, eyða.
Smelltu á hnappinn Nafnaskrá. Þar eru mögulegt að nýskrá aðila inn á nafnaskránna með því að skrá inn upplýsingar um viðkomandi og smella á hnappinn vista. Hægt er að afmá nöfn úr listanum með því að velja eyða. Skráningu er breytt með því að smella á nafn viðkomandi , þá opnast gluggi þar sem möguleiki er að breyta nafni og öðrum upplýsingum um viðkomandi. Síðan er smellt á vista til þess að vista skráninguna.

12. Fréttakerfið: Nýskráning, birta, breyta, eyða.
Smelltu á hnappinn Fréttir. Þar eru mögulegt að nýskrá frétt með því að skrá inn upplýsingar um viðkomandi og smella á hnappinn vista. Hægt er að afmá nöfn úr listanum með því að velja eyða. Skráningu er breytt með því að smella á nafn viðkomandi , þá opnast gluggi þar sem möguleiki er að breyta nafni og öðrum upplýsingum um viðkomandi. Síðan er smellt á vista til þess að vista skráninguna.

Smelltu á fréttir í umsjónarkerfinu og þá koma upp möguleikarnir: Bæta við og breyta frétt. Eftir að innslætti er lokið þarf að staðfesta og reload/refresh til að sjá breytinguna koma fram. Að því loknu má loka glugganum.

13. Póstlistinn
Póstlisti fylgir Kasmír þar sem þeir sem á listanum eru fá sendar tilkynningar á þau póstföng sem á listanum eru. Póstþjónninn vakir 24 tíma sólarhringsins og tekur á móti skráningum og afskráningum af heimasíðunni. Umsjónarmaður heimasíðunnar fær aðgang að listanum til að senda tilkynningar á hópinn.

14. Töflubanki
Til þess að vinna með töflur er smellt á hnappinn Töflubanki. Þegar í töflubankann er komið standa fjórar aðgerðir notandanum til boða; vista nýja töflu, breyta innihaldi töflu sem þegar hefur verið vistuð, eyða töflu, og breyta útliti töflu sem þegar hefur verið vistuð. Ef tafla hefur verið vistuð þá birtist nafn hennar í lista fyrir neðan innsláttarform.

15. Ný tafla
Þegar fyrst er komið inn í töflubankann stendur notandanum til boða að setja inn nýja töflu. Það fyrsta sem þarf að gera er að velja töflunni nafn, sem svo verður notað til að auðkenna töfluna þegar hana á að nota í texta. Þegar nafngiftinni er lokið er komið að sjálfu innihaldinu - hægt er að hafa tiltil á töflunni, en ólíkt nafninu þá er það ekki nauðsynlegt. Taflan er útbúin með því að skrá texta í einn dálk í einu og skilja á milli dálka með tákninu |. Píputáknið ( | ) er fengið með því að þrýsta á hnappana ALT-GR og > á lyklaborðinu Þegar setja á inn nýja röð þá er nóg að smella á línubil (enter) á lyklaborðinu - það verður túlkað sem ný röð í töflunni. Þegar taflan er tilbúin er smellt á hnappinn Vista og þá ætti nafn töflunnar að bætast í töflulistann sem birtist neðar á skjánum.

16. Breyta innihaldi töflu
Hægt er að breyta innihaldi töflu sem þegar hefur verið vistuð í töflubankanum. Allt sem þarf að gera er að smella á nafn viðkomandi töflu í töflulista á þá birtist innihald hennar í viðeigandi reitum í innsláttarformi. Þá er einfaldlega breytt því sem þarf að breyta og svo vistað á ný.

17. Eyða töflu
Einnig er lítið mál að eyða töflu sem þegar er búið að vista - allt sem þarf að gera er að smella á hnappinn Eyða sem er hægra megin við nafn viðkomandi töflu í töflulista og þá er töflunni eytt. Nafn viðkomandi töflu ætti þá að vera farið úr töflulista.

18. Breyta útliti töflu
Hægt er að breyta útliti töflu á marga vegu. Fyrst þarf að smella á hnappinn Velja útlit, sem er hægra megin við nafn viðkomandi töflu í töflulista. Þá opnast skjámynd þar sem taflan blasir við eins og hún mun líta út í texta. Stillingarmöguleikarnir eru fjórir: útlit, birta titil, dálkaheiti og grind. Útlit: Hægt er að velja úr fjölda töflu-sniðmáta sem birtast vinstra megin við töfluna. Þessi sniðmát eru hönnuð til að falla að mismunandi gögnum sem birta á í töflunni. Þannig getur eitt sniðmát hentað fyrir texta - vinstristillt, en annað sniðmát gæti hentað töluupplýsingum - hægristillt, skáletrað. Birta titil: Þegar hakað er í boxið ”Birta titil“ þá birtist titilrönd yfir töflunni og ef einhver texti var sleginn inn fyrir titil þá birtist hann í titilröndinni. Titilrendurnar geta verið mismunandi eftir útlitssíðum. Dálkaheiti: Þegar hakað er í boxið ”Dálkaheiti" þá er textinn í efstu röðinni í töflunni meðhöndlaður eins og dálkaheiti og þar af leiðandi aðgreindur með einhverjum hætti frá hinum röðunum í töflunni (mismunandi eftir útlitssíðum). Grind: Hægt er að velja milli fjögurra möguleika á að setja upplýsingarnar í töflunni í grind; fyrsti möguleikinn er að sjálfsögðu engin grind, en ef valin er grind þá er hægt að velja milli þriggja tegunda sem hafa mismikla skyggingu. Best er að prófa sig áfram til að átta sig á muninum þar.

19. Að kalla fram töflu í textasíðu
Þegar töflu er stungið inn í texta þá er vísað í hana á sama hátt og mynd úr myndabanka, þ.e. fyrst er sett inn tagið %TAFLA og svo er bætt við nafninu á töflunni, t.d. %TAFLA taflan-min%. Töflum er hægt að koma fyrir hvar sem er - hvort sem er á venjulegum textasíðum, fréttum eða jafnvel öðrum töflum. Töflurnar er hægt að nýta til að skipuleggja hvers konar upplýsingar - t.d. raða upp ýmis konar listum, setja upp texta, raða upp myndum (hægt er að setja myndir úr myndabanka inn í töflu með því að nota myndatagið %MYND nafn-á-mynd%), og svo að sjálfsögðu upplýsingar sem eiga heima í töflum, t.d. stundatöflur. Athugið! Rétt er að minna á að þegar vísað er í mynd eða töflu í texta þá er gerður greinarmunur á há- og lágstöfum - %TAFLA Gummi% er ekki það sama og %TAFLA gummi%.