Stærsti eftirskjálftinn kom í morgun
Jarðskjálftavirknin hefur verið svipuð í nótt og var í gær, með einni undantekningu er nokkuð snarpur skjálfti, sem mældist 3,4 til 3,5 á Richter, fannst klukkan 5:51 í morgun og voru upptök hans rúman 1 km norðaustan við Neistastaði í Flóa. Hann fannst þar og einnig á Selfossi. Páll Halldórsson jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni, sagði að þetta væri stærsti skjálftinn eftir að það róaðist á svæðinu í kringum Hestfjall 21. júní.