Jæjaþá er komið að því sem margir hafa verið að bíða eftir, nefnilega Íslandsmótið i quake3 (action quake er ekki með) sem hefst eftir nákvæmlega viku. Á þessu móti verða samankomnir bestu quake3 spilarar landssins og munu þeir berjast í eftirtöldum greinum: 1 on 1 (duel) sem segir sig sjálft hvað er (einn á móti einum), DMTP(deathmatch teamplay) sem er liðakeppni með 4 leikmönnum í liði og berjast 2 lið í einu um hvort þeirra fraggar (drepur) hina oftar og svo er keppt í CTF (capture the flag) sem samanstendur af 5 manna liðum þar sem það lið vinnur sem nær oftar á láta óvinafánann snerta eigin fána oftar.

Nú þeir eru búnir að redda sér einhverjum sponsorum sem er gott og blessað en einn styrktaraðili hefur gleymst í gegnum tíðina en það er Síminn Internet sem hefur óafvitandi haldið forkeppni fyrir þetta mót með sínum Internet miðlurum og eigin mótum þar sem ALLIR hafa fengið að taka þátt hvort sem þeir spila action quake eða quake3.

Jæja ég ætla ekki að segja meira í bili en minn tími mun koma aftur :).

Aragorn heir of Isildur´s