Pakk vikunnar 8. september eru íslenskir bílstjórar. Já þú, fíflið þitt. Hvers vegna geturðu ekki keyrt eins og maður? Það er alveg dæmalaust að annar hver maður sem á sínum tíma fékk ökuskírteini (Guð má vita hvernig), hefur ekki þroska eða þolinmæði til að stjórna ökutæki. Það kemur kannski flatt upp á suma, en það eru lög (ekki bara þumalputtareglur, heldur lög) um það hvernig skal ekið í umferðinni. Þegar þú ekur á 110 km hraða eftir Reykjavíkurveginum þá ertu að brjóta lög. Þegar þú skýst yfir á rauðu ljósi vegna þess að þú ert “viss um að þú meikir það”, þá ertu að brjóta lög. Ekki á sama hátt og krakki sem stelst í nammikrúsina og á það á hættu að vera skammaður af mömmu sinni. Umferðin er dauðans alvara og mamma þín er ekki með þér til að kyssa á bágtið ef þú misstígur þig. Gerirðu þér ekki grein fyrir því að í hvert skipti sem þú situr í bíl þá ertu í lífshættu?
Fólk deyr í umferðinni vegna þess að pakk eins og þú er vísvitandi
að stefna sér og öllum í kringum sig í aukna hættu. Það er ekkert rómantískt við að lenda í bílslysi. Það er blóð og útlimir og saur og hland, glerbrot og málmflísar og ógeð. Og þú verður ekkert fallegra lík fyrir það að vera á stórum jeppa eða flottum sportbíl. Hættu að keyra í rassgatinu á mér, hægðu á þér og keyrðu eins og maður. Hættu að leika þér að lífi mínu og annarra. Ef þú gerir það ekki, þá ertu bara helvítis pakk.