Ég sendi póst á hæstaréttadómara í gær og spurði hvað væri eiginlega að, hvers vegna væri ekki búið að breyta lögum varðandi nauðganir og sifjaspell. Ég er ekki búin að fá svar. Ég hvet fleirri að senda póst til fólks sem hefur völd til að gera eitthvað þessu. Spyrja spurninga eða bara vekja áhuga á þessu hjá fólkinu sem við kusum til að fara með stjórnvöld hér á landi. Svo eitthvað fari að gerast, ég held að fólk sé búið að fá nóg núna og að mælirinn sé fullur. Það mun engin mótmæla því ef stjórnvöld mundu ákveða að hækka refsingu eða það held ég, hvað haldi þið?
Það þýðir samt ekki að missa sig í einhverjum æsingi því þá tekur fólk síður mark manni.
Þrýstum bara eins mikið og við getum upp því þau eiga nú að hafa vald til að breyta þessu.