Margir starfsmenn AOL (American OnLine - stærsti internet aðili í heimi) hafa gert sig seka um að fara ekki eftir settum öryggisreglum varðandi hugbúnað og önnur grunsamleg gögn sem þeim er sent með tölvupósti.
Þessir starfsmenn fengu til sín fyrir stuttu tölvupóst með viðhengi og flestir virktu þetta viðhengi, þó svo að þeir höfðu ekki grænan grun um hvað innihaldið væri í viðhenginu. Þetta viðhengi keyrði upp “Tróju-hest” sem gaf tölvuhökkurum annarstaðar í heiminum aðgang að viðkvæmum skrám og upplýsingum, þ.á.m. greiðslukortanúmer. Um 200 notendur AOL lentu í einhverjum hremmingum við þetta hugsunarleysi AOL-manna.
Dreitill Dropason esq.