Ég byrjaði daginn í dag á því að lesa Fréttablaðið og á síðu 11 gefur að líta eina ógeðslegustu frétt ársins.

Þarna er mjög grafísk lýsing á nauðgun á 17 á stelpu (barni), og ég verð að segja að mér gjörsamlega ofbýður að árásarmaðurinn fær einungis þriggja ára dóm fyrir að nauðga og PYNTA já ég ítreka PYNTA 17 ára barni.

Ég hvet alla til að leas þessa grein !

“Maðurinn réðist að stúlkunni þegar maður sem hafði verið með þeim í sumarbústaðnum hélt á brott.Maðurinn barði stúlkuna með hnefum og skóm auk þess sem hann sparkaði ítrekað í hana.
Þá klæddi hann hana úr fötunum og hótaði henni því að hann myndi mölbrjóta á henni báða fæturna ef hún reyndi að flýja.
Þá nauðgaði hann stúlkunni ítrekað,hvoru tveggja í leggöng og endaþarm.
Meðan á nauguninni stóð tróð hann glasahaldara úr tré upp í leggöng stúlkunnar.
Að auki lét hann stúlkuna sleikja lim sinn og borða eigin saur.
í hvert skipti sem stúlkan reyndi að mótmæla nauðgunum mannsins barði hann hana og hélt henni fastri.
Þá hótaði hann stúlkunni að hann myndi fletta af henni húðinni með ostaskera og á henni voru för sem gáfu til kynna að hann hefði reynt slíkt.
Þegar stúlkan sagðist þurfa að fara í sturtu þar sem hún væri´öll skítug með saur í andæitinu henti maðurinn henni inn í brennandi heita sturtun og barði hana á meðan.”

“Hjúkrunarfræðingur sem tók á móti fórnarlambinu á neyðarmóttöku greindi frá því fyrir rétti að áverkar á stúlkunni hafi verið það miklir að þetta hafi verið eitt það hrikalegasta tilvik sem hún hafði séð á neyðarmóttöku.”

“Ekki hafi verið unnt að taka utan um hana þar sem hún hafi allstaðar fundið til, andlitið verið bólgið og augun sokkin.
Þa´getur hún þess að ástæða hafi verið talin til að hafa vörð yfir stúlkunni vegna hættu sem kynni að stafa af árásarmanninum”


Hvað er eiginlega að gerast þegar maður sem augljóslega er hreinlega EVIL fær þennan hlægilega dóm.

“Maðurinn á langan afbrotaferil að baki og hefur hlotið 20 refsidóma á síðustu níu árum fyrir margvísleg afbrot svo sem umferðalagabrot,nytjastuld og dóma fyrir líkamsárás og þjófnað”

“Hann hélt af landi brott áður en málið var tekið fyrir og fór huldu höfði erlendis í rúmt ár.Eftir ítrekaðar tilraunit tókst að hafa uppá honum í Sviþjóð”

En athugið það að hér lýkur ekki pyntingum á stúlkunni, heldur get ég ímyndað mér að þarna hafi tekið við sársaukafull upprifjun á atburðum sem og að reyna að komast yfir líkamleg sár sín.

Sálræn sár sem af þessu skapast koma ALDREI til með að hjaðna, og leiði ég líkum að því að þetta hafi gjörsamlega eyðilagt líf þessarar ungu stúlku.

Reynið nú að ímynda ykkur það að sitja fyrir fullum réttarsal af fólki og rifja upp þessa atburði einungis til að sjá eitthvað fólk í svörtum sloppum segja “Þetta er nú ekki svo hræðilegt hann fær nú bara þrjú ár fyrir þetta”

Ég á hreint ekki eitt einasta orð yfir þennan dóm (ef dóm skyldi kalla) og ég sé fyrir mér þar sem á sjálfur barn að ég myndi hreinlega taka lögin í mínar hendur ef einhver myndi gera barninu mínu þetta, og ég segi þetta ekki einungis í reiði heldur sé ég ekki fram á að lögin myndu refsa þessum einstaklingi.

Lögin eru meðal annars sett til að vernda okkur fyrir því að hreinlega útkljá okkar mál sjálf, ekki satt?
Í þessu tilfelli get ég ekki séð að þau sinni þessu hlutverki og ég á ekki von á öðru heldur en að við eigum eftir að fara að sjá mál þar sem að menn ákveða að refsa brotamönnum sjálfir þegar horft er fram á slíka lítilsvirðingu við réttlætiskennd og siðferði almennt.

Nú hafa dómar við fíkniefnabrotum verið lengdir og án þess að ég fari út í mína skoðun á því að þá sýnist mér að það hafi ekki síst verið gert til að láta undan þrýstingi.
Það segir okkur það að ef að fólk lætur sér annt um að réttlæti nái fram að ganga þurfum við að fara að beita stjórnmálamenn þrýstingi í málum sem þessum.

Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og ofbeldi almennt er eitthvað sem á bara hreinlega ekki að líðast og það VERÐUR að fara að TAKA Á ÞESSUM MÁLUM!!!!!

ÞAÐ FARA AF STAÐ UNDIRSKRIFTALISTAR OG MÓTMÆLI VEGNA MINNI MÁLA EN ÞESSA OG ÉG LÝSI HÉR MEÐ EFTIR EINHVERJUM SEM HEFUR KUNNÁTTU OG AÐSTÖÐU TIL AÐ KOMA AF STAÐ EINHVERJUM ÞRÝSTINGI Í FORMI UNDIRSKRIFTA EÐA MÓTMÆLA.

Gerum okkur grein fyrir því að við getum haft áhrif!!!!!!!!

Að lokum vill ég koma á framfæri samúð minni með stúlkunni og aðstandendum hennar.

Arnar Helgi Aðalsteinsson