Nú á tímum ofurverðs á grænmeti, hefur heyrst að einstaka veitingahús í höfuðborginni séu farin að fara heldur óskemmtilegar leiðir til að lækka hjá sér hráefnisreikningana. Ákveðið veitingahús í miðborginni, mun stunda það að kaupa grænmeti frá Baugsverslununum sem dagað hefur uppi eða er orðið “óhæft” til sölu í verslununum. Verðið sem verið er að greiða fyrir þetta “rusl” samsvarar flutningskostnaðinum og þarf þá Baugur ekki að greiða urðunarkostnað. Í staðin fyrir að aka grænmetinu á haugana er það flutt í gámum í port veitingastaðarins, skorið úr því það sem talið er nýtilegt og selt svöngum, erlendum matargestum. Með þessu móti hafa forsvarsmenn Veitingastaðarins getað undirboðið flest af þeim veitingahúsum í miðbænum, sem gera út á erlenda ferðahópa.

HVAÐ Á AÐ GERA VIÐ SVONA FYRIRTÆKI?

Þessi grein var birt á www.freisting.is