Samtök atvinnulífsins segja verkfall Sleipnismanna hafa valdið ferðaþjónustunni hundruða milljóna króna tjóni. Sleipnismenn krefjast þrefalt meiri hækkana en aðrir, segja samtökin.

Samtök atvinnulífsins sendu frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem greint er frá samningtilboði atvinnurekenda. Segjast samtökin hafa teygt sig langt til lausnar deilunni, sem nú hefur staðið í rúmar tvær vikur.

Samtökin segja Sleipnismenn krefjast 50% launahækkana þegar við undirskrift auk fleiri atriða sem auki kostnað fyrirtækja. Þá er þess krafist að réttaróvissu um framkvæmd verkfallsins verði eytt, en eins og sjá má af fréttum tengdri þessari hafa Sleipnismenn og atvinnurekendur ekki síður ást við í dómssölum en við samningaborðið eða á götum úti.
Oli :)