Enginn ógnarjarðskjálfti yfirvofandi
Orðrómur um yfirvofandi stórskjálfta á höfuðborgarsvæðinu styðst ekki við nein vísindaleg rök og er fullkomlega órökstuddur. Þetta segja Almannavarnir ríksins en svo virðist sem fréttir erlendis ýti undir orðróminn.

Almannavarnir sendu frá sér sérstaka yfirlýsingu í dag vegna þessara kviksagna. Yfirlýsing almannavarna hljóðar svo:

Almannavörnum ríkisins hafa borist upplýsingar um að á höfuðborgarsvæðinu og víðar gangi sá orðrómur að yfirvofandi sé ógnarjarðskjálfti á Reykjavíkursvæðinu. Ljóst er að slíkur orðrómur styðst ekki við nein vísindaleg rök né ummæli og er því fullkomlega órökstuddur. Mikilvægt er að almenningur aðstoði yfirvöld við að kveða orðróm þennan niður og haldi ró sinni í hvívetna.
Svo virðist sem fréttir í erlendum fjölmiðlum hafi ýtt undir orðróminn eða jafnvel komið honum af stað. Til að mynda segir í frétt í Aftenposten í dag: “Sérfræðingar segja að skjálfti upp á minnst 7 stig á Richter-kvarða geti riðið yfir Suðurland hvenær sem er.” Enginn nafngreindur vísindamaður er borinn fyrir þessari staðhæfingu, en í frétt Aftenposten er á öðrum stað vitnað í Ragnar Stefánsson en svo virðist sem þar séu tekin gömul ummæli hans frá því eftir þjóðhátíðarskjálftann og þau sett í nýtt samhengi.
Oli :)