Það er ekki stærðin sem skiptir máli í deilu listamannanna Emily Duffy og Ron Nicolino sem hafa sérstakan áhuga á brjóstahöldum.
Duffy og Nicolino hafa hvort um sig gert stærðarinnar bolta úr brjóstahöldum og vegur bolti Duffy 293 kg en boltinn hans Nicolino er ívið þyngri og vegur 585 kg. Listamennirnir hafa meiri áhyggjur af höfundarrétti á sköpunarverkum sínum en skálastærð og skorum
milli brjósta. Þau hafa ráðið lögfræðinga og skipst á hótunarbréfum um það hvort þeirra eigi hugmyndina að brjóstahaldaraboltanum. Á meðan hefur bæst utan á sköpunarverkin,
sem eru stærðarinnar boltar með blúndum, silki, fyllingum og brjóstahöldum í öllum litum, lögun og stærðum.
Nicolino hefur notað um 14.000 brjóstahöld úr verkefni sem hann hætti við en hann hafði hugsað sér að krækja þeim saman og strengja yfir Miklagljúfur í N-Arizona.
Núna er hann að flytja boltann til Los Angeles í tengivagni aftan í bleikum kadilják, árgerð 1963. Duffy, sem sakar Nicolino um að stela hugmyndinni frá sér, segir að með því að aka með brjóstahöldin sé Nicolino í raun að hagnýta sér konur.
„Eina ástæðan fyrir því að ég geri þetta er sú að ég vil ekki að þetta verði enn eitt málið sem karlmaður vinnur gegn konu,“ sagði Duffy.
Hún leitaði til Nicolinos til að fá hjá honum brjóstahöld til að skreyta ”Sendibíl hégómans“, sem er lítill sendibíll prýddur svörtum brjóstahöldum, Barbie-brjóstum, háhæluðum skóm, krullupinnum og bleiku stýri sem á er letrað ”prinsessa“.
Síðar stakk Duffy upp á brjóstahaldaboltanum. Skömmu síðar sagðist Nicolino vilja vinna einn að hugmyndinni.
Duffy sendi inn umsókn um höfundarrétt á hugmyndinni og fjölda tölvubréfa til vina sinna og bað um brjóstahöld til að byggja sinn eigin brjóstahaldabolta. Boltinn er nú með um 5.850 brjóstahöldum og rúmur metri í þvermál. Í sumum brjóstahöldunum eru
brjóstamjólkurblettir. „Þetta er minnisvarði um hina venjulegu bandarísku konu sem er svo sterk en samt talar enginn um það,” segir Duffy. „Hún er sterkbyggð á mjög þéttan máta, eins og boltinn er. Konur halda heiminum saman."
Hvað gerir fólk ekki. hehe